Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 16:43 Íslenska landsliðið hefur á síðustu dögum skorað níu mörk í tveimur sigrum, gegn Tékklandi og Kýpur. Næsta sumar bíða hins vegar mun erfiðari mótherjar á Evrópumótinu í Englandi. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn