Eiki hljóðmaður hefur slegið í gegn og kom aftur með skemmtilega spurningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2021 14:31 Eiríkur Hilmisson var að vinna í Ljónagryfjunni en kom samt spurningu inn í þáttinn. Skjámynd/S2 Sport Nýr fastur liður í Subway-Körfuboltakvöldi er spurningin frá Eika hljóðmanni sem fékk að spyrja sérfræðinga þáttarins góða spurningu. Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021 Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fjórða umferð Subway-deildar karla í körfubolta fer af stað í kvöld og gott innlegg fyrir kvöldið er brot úr síðasta Körfuboltakvöldi þar sem sérfræðingarnir fengu góða spurningu beint úr Njarðvík. „Stundum orðar maður hlutina dálítið skringilega í beinni útsendingu og ég sagði í síðasta þætti að við hefðum leyft Eika hljóðmanni að koma með spurningu en við báðum hann um að koma með spurningu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Subway-Körfuboltakvölds. Eiríkur Hilmisson, okkar uppáhaldsmaður í íslenskum körfubolta. Hann hefur svo miklar skoðanir og hann er alltaf að koma til okkar og ræða um körfubolta. Okkur datt í hug hvort hann væri ekki til í að vera með okkur og þetta sló í gegn. Sérstaklega á Króknum því Krókurinn elskar Eika,“ sagði Kjartan Atli og sendi boltann yfir á Eirík Hilmisson hljóðmann sem var staddur í Ljónagryfjunni að vinna við stórleik Njarðvíkur og Vals. Klippa: Körfuboltakvöld: Spurning frá Eika hljóðmanni um einkenni liða „Já ég er með eina spurningu. Um miðja síðustu öld þá voru Keflvíkingar með Guðjón Skúlason, Jón Kr. Gíslason, Sigurð Ingimundarson og fleiri hetjur. Algjörlega vægðarlausir. Þeir komu og slátruðu liðum ef þeir mögulega gátu. Eins með Njarðvíkinga þar var Gunnar Þorvarðarson, Ingimar Jónsson og Valur Ingimundar. Þetta var svona þrautseigja, þeir seiluðust áfram og unnu einn og einn leik. Reyndar ansi marga,“ sagði Eiríkur Hilmisson. „Þetta voru þeirra einkenni. Nú spyr ég: Hvaða lið í Subway-deildinni hefur náð að búa sér til einkenni og hversu mikilvægt er það að vera með einkenni,“ spurði Eiríkur. „Hversu góðar spurningar eru þetta hjá Eika,“ spurði Kjartan Atli þegar þeir fengu aftur boltann frá Eiríki úr Njarðvíkinni. „Ég myndi segja að skýrasta dæmið væri Þór Þorlákshöfn. Þeir spila sama bolta og í fyrra þrátt fyrir að vera með mikinn breyttan mannskap. Lalli spilar hraðann bolta, hátt tempó og eru mjög beittir sóknarlega en samt hafa þeir stjórn á sínum leik. Þeir taka ekki mikið af vitlausum skotum,“ sagði Friðrik Ragnarsson, sérfræðingur í Subway-Körfuboltakvöldi. Það má sjá svörin hans Friðriks og Hermanns Haukssonar hér fyrir ofan. Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst er sýndur leikur Þórs Þorlákshafnar og ÍR klukkan 18.15 og strax á eftir er sýndur leikur Vals og Vestra sem á að byrja klukkan 20.15. Kjartan Atli Kjartansson gerir síðan upp kvöldið í Subway-Tilþrifunum eftir leikinn á Hlíðarenda en alls fara fjórir leikir fram í kvöld. Subway deild karla Fim. 28. okt. LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 18:15 ÞÓR Þ.-ÍR BEINT | @st2sport 19:15 TINDASTÓLL-GRINDAVÍK BREIÐABLIK-KEFLAVÍK 20:15 VALUR-VESTRI BEINT | St2Sport #subwaydeildin #korfubolti pic.twitter.com/i3PodPXvLy— KKÍ (@kkikarfa) October 28, 2021
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - KR 2-0 | Sjáðu mörkin Íslenski boltinn England með sigur á Skotlandi í fyrsta leik Fótbolti Björgvini Páli og Aroni Rafni skipt út Handbolti Brosandi Öskubuskan vann óvæntan sigur á Opna breska Golf Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn Van Gerwen örugglega áfram Sport Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Handbolti Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn
Deilur innan FH vegna láns til knattspyrnudeildar: „Sverðin voru á lofti en nú er búið að slíðra þau“ Íslenski boltinn