Lakers kastaði frá sér 26 stiga forskoti og tapaði fyrir einu slakasta liði deildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 07:31 Luguentz Dort og Anthony Davis berjast um boltann í leik Oklahoma City Thunder og Los Angeles Lakers. AP/Garett Fisbeck Los Angeles Lakers fer brösuglega af stað í NBA-deildinni og í nótt tapaði liðið fyrir Oklahoma City Thunders, 123-115. Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Oklahoma er eitt slakasta lið deildarinnar og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. En þrátt fyrir að lenda 26 stigum undir gegn Lakers í nótt gáfust leikmenn Oklahoma ekki upp og unnu sinn fyrsta sigur í vetur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 27 stig fyrir Oklahoma, tók níu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Darius Bazley skoraði tuttugu stig og Josh Giddey var með átján stig og tíu stoðsendingar. @joshgiddey's 1st-career double-double leads the @okcthunder's 26-POINT COMEBACK win!18 points10 assists pic.twitter.com/BG2JRuKvBP— NBA (@NBA) October 28, 2021 Anthony Davis skoraði þrjátíu stig fyrir Lakers sem var án LeBrons James sem er meiddur. Russell Westbrook var með þrefalda tvennu, tuttugu stig, fjórtán fráköst og þrettán stoðsendingar, en tapaði boltanum tíu sinnum og var hent út úr húsi á lokasekúndunum. Þetta voru ekki einu óvæntu úrslit næturinnar. Meistarar Milwaukee Bucks töpuðu til að mynda fyrir Minnesota Timberwolves, 108-113. Giannis Antetokounmpo skoraði fjörutíu stig, tók sextán fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Milwaukee en fékk litla hjálp. D'Angelo Russell skoraði 29 stig fyrir Minnesota og Anthony Edwards og Karl-Anthony Towns 25 stig hvor. This @Timberwolves trio drops 25+ each to win in Milwaukee. @Dloading: 29 PTS, 6 AST@KarlTowns: 25 PTS, 3 BLK@theantedwards_: 25 PTS, 7 REB pic.twitter.com/r4gGW0QVhu— NBA (@NBA) October 28, 2021 Miami Heat sigraði Brooklyn Nets, 93-106, í stórleik næturinnar. Bam Adebayo skoraði 24 stig fyrir Miami og Jimmy Butler var með sautján stig, fjórtán fráköst og sjö stoðsendingar. Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Brooklyn og tók ellefu fráköst. Úrslitin í nótt Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Oklahoma 123-115 LA Lakers Milwaukee 108-113 Minnesota Brooklyn 93-106 Miami Orlando 111-120 Charlotte Boston 107-116 Washington Toronto 118-100 Indiana New Orleans 99-102 Atlanta Phoenix 107-110 Sacramento Portland 116-96 Memphis LA Clippers 79-92 Cleveland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira