Magnaður flutningur Árnýjar Margrétar í Hallgrímskirkju Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 28. október 2021 07:00 Unga tónlistarkonan Árný Margrét hefur náð miklum árangri á skömmum tíma. Hún landaði nýverið samningum erlendis og vinnur að sinni fyrstu plötu. Benni Valsson Árný Margrét Sævarsdóttir er ung sveitastelpa sem hefur skapað sér nafn sem tónlistarkona á afar skömmum tíma. Hún hafði verið að semja tónlist inn í herberginu sínu á Ísafirði þegar hún komst í samband við tónlistarmanninn Högna Egilsson og boltinn fór að rúlla. Árný Margrét hafði verið í tónlistarskóla sem barn en áhuginn kviknaði þó ekki af alvöru fyrr en hún varð unglingur. Hún fékk fyrsta gítarinn í fermingargjöf og byrjaði þá að æfa sig heima. „Þá byrjaði ég að hlusta meira á tónlist og prófaði að semja sjálf. Þá byrjaði ég svona að taka þessu alvarlega,“ segir unga tónlistarkonan um upphafið. Þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarskóla hafði hún ekki lært á gítar. Hún hafði setið einn valáfanga í gítarkennslu í skólanum en er að öðru leyti alveg sjálflærð. Á þessum tímapunkti hlustaði hún mikið tónlistarmennina Ásgeir og Bon Iver sem hún segir hafa veitt sér innblástur þegar hún byrjaði að semja sína eigin tónlist. Í dag hefur hún samið fjölmörg lög sem hún byggir á eigin reynslu. „Þetta er bara svolítið eins og að skrifa dagbók. Ég fer alveg djúpt en reyni líka að blanda inn veðrinu og umhverfinu til þess að búa til einhverja mynd og setja þetta í samhengi.“ „Þegar maður er svona feiminn þá er þetta rosalega erfitt“ Árný Margrét segist hafa byrjað seint að koma fram enda hafi hún verið afar feimin. „Ég þorði þessu alls ekki. Það voru einhverjir svona tónleikar í bænum mínum, Ísafirði, og ég spilaði eitt lag þar og það var alveg hræðilegt. Ég var svo stressuð. Það gekk alveg vel en þegar maður er svona feimin þá er þetta rosalega erfitt.“ Þetta var árið 2018 og var þetta hennar fyrsta framkoma. Ferillinn fór þó ekki á flug alveg strax en Árný Margrét hélt áfram að semja tónlist og æfa sig inni í herberginu sínu. „En svo komst ég í samband við Högna Egilsson í lok árs 2019. Stjúpsystir hans bjó á Ísafirði og ég komst í samband við hana og hún hafði samband við hann. Ég fór að vera í bandi við hann alltaf þegar ég kom suður og þá fór boltinn að rúlla.“ Árný Margrét fór að taka upp tónlist með Högna og tóku þau meðal annars upp lagið Ties sem Árný Margrét samdi. Árný Margrét flutti lag sitt Ties í myndinni Þriðji póllinn og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson spilaði undir með henni.Benni Valsson „Svo segir hann við mig seinna að hann sé að vinna í mynd og hann vilji fá þetta lag í myndina. Það virkaði bara rosalega vel og lagið kom í myndinni Þriðji póllinn.“ Högni kom Árnýju Margréti í samband við Kidda Hjálm sem gerðist umboðsmaður hennar. Í kjölfarið landaði hún samningum við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með samningi sínum við breska fyrirtækið One Little Independent Records, fetar Árný Margrét í fótspor tónlistarkonunnar Bjarkar og tónlistarmannsins Ásgeirs. „Þetta er allt svo nýskeð. En þetta er rosalega skrítið, að vera allt í einu komin með einhverjar bókunarskrifstofur og samninga. Þetta er alveg ruglað dæmi og maður er alltaf að fríka út reglulega.“ Fyrir ári síðan var Árný Margrét stödd erlendis í lýðháskóla en kom heim yfir jól og áramót. Það var hins vegar alltaf planið að fara aftur út eftir áramót og halda áfram í skólanum. „En Covid fokkaði því upp og allt fór í rugl. Ég vissi ekkert hvað ég ætti þá að fara gera og þurfti aðeins að endurskoða hvað ég ætlaði að gera við líf mitt. En svo gerðist þetta allt bara svo hratt.“ Það má því segja að heimsfaraldurinn hafi verið lán í óláni fyrir Árnýju Margréti. Í dag vinnur hún að sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á næsta ári. Þá eru tvö gigg á döfinni hjá Árnýju og þar á meðal eitt í Edinborg. „Þetta er alveg rosalega skrítið. Ég held ég sé ekki alveg búin að gera mér gein fyrir þessu.“ Þá mun Árný Margrét einnig koma fram í beinu streymi á Iceland Airwaves þann 6. nóvember. Hér fyrir neðan má sjá frumflutning á myndbandi sem Árný vann ásamt Landsbankanum í tengslum við Iceland Airwaves. Tónlist Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Árný Margrét hafði verið í tónlistarskóla sem barn en áhuginn kviknaði þó ekki af alvöru fyrr en hún varð unglingur. Hún fékk fyrsta gítarinn í fermingargjöf og byrjaði þá að æfa sig heima. „Þá byrjaði ég að hlusta meira á tónlist og prófaði að semja sjálf. Þá byrjaði ég svona að taka þessu alvarlega,“ segir unga tónlistarkonan um upphafið. Þrátt fyrir að hafa verið í tónlistarskóla hafði hún ekki lært á gítar. Hún hafði setið einn valáfanga í gítarkennslu í skólanum en er að öðru leyti alveg sjálflærð. Á þessum tímapunkti hlustaði hún mikið tónlistarmennina Ásgeir og Bon Iver sem hún segir hafa veitt sér innblástur þegar hún byrjaði að semja sína eigin tónlist. Í dag hefur hún samið fjölmörg lög sem hún byggir á eigin reynslu. „Þetta er bara svolítið eins og að skrifa dagbók. Ég fer alveg djúpt en reyni líka að blanda inn veðrinu og umhverfinu til þess að búa til einhverja mynd og setja þetta í samhengi.“ „Þegar maður er svona feiminn þá er þetta rosalega erfitt“ Árný Margrét segist hafa byrjað seint að koma fram enda hafi hún verið afar feimin. „Ég þorði þessu alls ekki. Það voru einhverjir svona tónleikar í bænum mínum, Ísafirði, og ég spilaði eitt lag þar og það var alveg hræðilegt. Ég var svo stressuð. Það gekk alveg vel en þegar maður er svona feimin þá er þetta rosalega erfitt.“ Þetta var árið 2018 og var þetta hennar fyrsta framkoma. Ferillinn fór þó ekki á flug alveg strax en Árný Margrét hélt áfram að semja tónlist og æfa sig inni í herberginu sínu. „En svo komst ég í samband við Högna Egilsson í lok árs 2019. Stjúpsystir hans bjó á Ísafirði og ég komst í samband við hana og hún hafði samband við hann. Ég fór að vera í bandi við hann alltaf þegar ég kom suður og þá fór boltinn að rúlla.“ Árný Margrét fór að taka upp tónlist með Högna og tóku þau meðal annars upp lagið Ties sem Árný Margrét samdi. Árný Margrét flutti lag sitt Ties í myndinni Þriðji póllinn og tónlistarmaðurinn Högni Egilsson spilaði undir með henni.Benni Valsson „Svo segir hann við mig seinna að hann sé að vinna í mynd og hann vilji fá þetta lag í myndina. Það virkaði bara rosalega vel og lagið kom í myndinni Þriðji póllinn.“ Högni kom Árnýju Margréti í samband við Kidda Hjálm sem gerðist umboðsmaður hennar. Í kjölfarið landaði hún samningum við fyrirtæki í Bandaríkjunum og Bretlandi. Með samningi sínum við breska fyrirtækið One Little Independent Records, fetar Árný Margrét í fótspor tónlistarkonunnar Bjarkar og tónlistarmannsins Ásgeirs. „Þetta er allt svo nýskeð. En þetta er rosalega skrítið, að vera allt í einu komin með einhverjar bókunarskrifstofur og samninga. Þetta er alveg ruglað dæmi og maður er alltaf að fríka út reglulega.“ Fyrir ári síðan var Árný Margrét stödd erlendis í lýðháskóla en kom heim yfir jól og áramót. Það var hins vegar alltaf planið að fara aftur út eftir áramót og halda áfram í skólanum. „En Covid fokkaði því upp og allt fór í rugl. Ég vissi ekkert hvað ég ætti þá að fara gera og þurfti aðeins að endurskoða hvað ég ætlaði að gera við líf mitt. En svo gerðist þetta allt bara svo hratt.“ Það má því segja að heimsfaraldurinn hafi verið lán í óláni fyrir Árnýju Margréti. Í dag vinnur hún að sinni fyrstu plötu sem væntanleg er á næsta ári. Þá eru tvö gigg á döfinni hjá Árnýju og þar á meðal eitt í Edinborg. „Þetta er alveg rosalega skrítið. Ég held ég sé ekki alveg búin að gera mér gein fyrir þessu.“ Þá mun Árný Margrét einnig koma fram í beinu streymi á Iceland Airwaves þann 6. nóvember. Hér fyrir neðan má sjá frumflutning á myndbandi sem Árný vann ásamt Landsbankanum í tengslum við Iceland Airwaves.
Tónlist Hallgrímskirkja Tengdar fréttir Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar tónlistar fannst á Ísafirði „Þetta er ótrúlega súrrealískt allt,“ segir Árný Margrét Sævarsdóttir, ung tónlistarkona frá Ísafirði sem er að fá ótrúleg viðbrögð við tónlistarflutningi sínum og frumsamdri tónlist. Hún er intróvert en segist vera að venjast athyglinni og þessu skemmtilega ævintýri. 1. júní 2021 09:00