Rokkhljómsveitin SOMA með langþráða endurkomu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2021 14:32 Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hafa legið í dvala í 23 ár. SOMA Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni. Hljómsveitin er þekktust fyrir smellinn Grandi Vogar II (Má ég gista) sem var eitt vinsælasta lag ársins 1997 og hefur öðlast sess sem eitt minnisstæðasta lag áratugarins. Hljómsveitin hætti hins vegar skyndilega árið 1998 og hafa sexmenningarnir sem skipa SOMA ekki komið allir saman síðan þá. Það var svo á síðasta ári sem hugmyndin um endurkomu kviknaði og hófust þá stífar æfingar. „Við fórum af stað bara þegar Covid var að byrja, þá ætluðum við að henda í comeback sko. Ég held að Covid hafi bara gert okkur gott. Það er ekki búið að vera neitt comeback en við erum bara búnir að vera gera ný lög,“ segir Guðmundur Annas Árnason, söngvari sveitarinnar. Í febrúar á þessu ári gaf hljómsveitin út sitt fyrsta lag eftir endurkomuna, Fólk eins og fjöll, sem fékk góðar viðtökur. SOMA átti vinsælasta lag ársins 1997 - Grandi Vogar II og kunni hver unglingur textann: „Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“SOMA Nú er hins vegar loksins komið að endurkomutónleikunum og fara þeir fram á Ölveri föstudaginn 29. október. „Þetta er sama bandið, bara örlítið betra. Við erum með meiri reynslu. Við erum búnir að vera spila í öll þessi ár í öðrum böndum og annað. En það kom okkur á óvart að soundið sem við vorum með í gamla daga, það er ennþá þarna og það er það sem við erum mest ánægðir með,“ segir Guðmundur. Hann segir aldurinn ekki skipta neinu máli þegar kemur að tónlistinni og þrátt fyrir að þeir séu komnir á annan stað í lífinu núna sé ástríðan enn til staðar. „Þetta snýst bara um áhuga. Auðvitað æfir maður ekki fimm sinnum í viku eins og maður gerði í gamla daga. Maður þarf bara að vera áhugasamur og drífa þetta áfram.“ Hljómsveitin gaf nýlega út sitt annað lag síðan þeir komu saman aftur og ber lagið skemmtilega heitið Bara eitthvað lag. Í laginu má greina örlítið mýkri stemningu en í öðrum lögum bandsins, þótt gleðin og indíkrafturinn séu vissulega til staðar. „Ég hef sjaldan verið í meira músíkstuði. Tíminn er búinn að leiða okkur hingað og mér sýnist þetta comeback eiga eftir að dragast á langinn. Við erum með fleiri lög sem við eigum eftir að klára og fleira í vinnslu, þannig ég held að við séum ekkert að fara hætta strax.“ Guðmundur Annas var gestur í Harmageddon í síðasta mánuði þar sem hann ræddi endurkomuna. Tónlist Tengdar fréttir Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. 25. febrúar 2021 19:47 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Hljómsveitin er þekktust fyrir smellinn Grandi Vogar II (Má ég gista) sem var eitt vinsælasta lag ársins 1997 og hefur öðlast sess sem eitt minnisstæðasta lag áratugarins. Hljómsveitin hætti hins vegar skyndilega árið 1998 og hafa sexmenningarnir sem skipa SOMA ekki komið allir saman síðan þá. Það var svo á síðasta ári sem hugmyndin um endurkomu kviknaði og hófust þá stífar æfingar. „Við fórum af stað bara þegar Covid var að byrja, þá ætluðum við að henda í comeback sko. Ég held að Covid hafi bara gert okkur gott. Það er ekki búið að vera neitt comeback en við erum bara búnir að vera gera ný lög,“ segir Guðmundur Annas Árnason, söngvari sveitarinnar. Í febrúar á þessu ári gaf hljómsveitin út sitt fyrsta lag eftir endurkomuna, Fólk eins og fjöll, sem fékk góðar viðtökur. SOMA átti vinsælasta lag ársins 1997 - Grandi Vogar II og kunni hver unglingur textann: „Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Ég skal vera í öllum fötunum, ofan á sænginni.“SOMA Nú er hins vegar loksins komið að endurkomutónleikunum og fara þeir fram á Ölveri föstudaginn 29. október. „Þetta er sama bandið, bara örlítið betra. Við erum með meiri reynslu. Við erum búnir að vera spila í öll þessi ár í öðrum böndum og annað. En það kom okkur á óvart að soundið sem við vorum með í gamla daga, það er ennþá þarna og það er það sem við erum mest ánægðir með,“ segir Guðmundur. Hann segir aldurinn ekki skipta neinu máli þegar kemur að tónlistinni og þrátt fyrir að þeir séu komnir á annan stað í lífinu núna sé ástríðan enn til staðar. „Þetta snýst bara um áhuga. Auðvitað æfir maður ekki fimm sinnum í viku eins og maður gerði í gamla daga. Maður þarf bara að vera áhugasamur og drífa þetta áfram.“ Hljómsveitin gaf nýlega út sitt annað lag síðan þeir komu saman aftur og ber lagið skemmtilega heitið Bara eitthvað lag. Í laginu má greina örlítið mýkri stemningu en í öðrum lögum bandsins, þótt gleðin og indíkrafturinn séu vissulega til staðar. „Ég hef sjaldan verið í meira músíkstuði. Tíminn er búinn að leiða okkur hingað og mér sýnist þetta comeback eiga eftir að dragast á langinn. Við erum með fleiri lög sem við eigum eftir að klára og fleira í vinnslu, þannig ég held að við séum ekkert að fara hætta strax.“ Guðmundur Annas var gestur í Harmageddon í síðasta mánuði þar sem hann ræddi endurkomuna.
Tónlist Tengdar fréttir Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. 25. febrúar 2021 19:47 Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Sjá meira
Má ég gista? Má ég sofa hjá þér? Hringja þessar línur einhverjum bjöllum? Á tíunda áratugnum var varla til sá unglingur sem ekki kunni viðlagið í laginu Grandi Vogar II með rokkhljómsveitinni Soma. Lagið kom út árið 1997 og vakti strax mikla athygli. Texti lagsins þótti ögrandi en á sama tíma einhvern veginn krúttlega saklaus. 25. febrúar 2021 19:47