Bulls ekki byrjað betur síðan Jordan lék með liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. október 2021 07:30 DeMar DeRozan skoraði 26 stig þegar Chicago Bulls vann gamla liðið hans, Toronto Raptors. getty/Steve Russell Fara þarf aftur til tíma Michaels Jordan til að finna jafngóða byrjun á tímabili hjá Chicago Bulls í NBA-deildinni og núna. Bulls sigraði Toronto Raptors, 108-111, í nótt og hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu. Bulls er eina ósigraða liðið í Austurdeildinni. Þetta er í fjórða sinn sem Bulls vinnur fyrstu fjóra leiki sína á tímabili en í fyrstu þrjú skiptin sem það gerðist var Jordan leikmaður liðsins. Bulls hefur ekki byrjað jafn vel og tímabilið 1996-97. Þá vann liðið 69 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni og varð meistari, annað árið í röð. The BEST plays from the @chicagobulls first 4-0 start since 1996-97! pic.twitter.com/HhHZRJGLe4— NBA (@NBA) October 26, 2021 DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls og Zach LaVine 22. OG Anunoby var stigahæstur hjá Toronto með 22 stig. 26 points for @DeMar_DeRozan.4-0 start for the @chicagobulls pic.twitter.com/XcOrPubqeA— NBA (@NBA) October 26, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði þrjátíu stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar þegar meistarar Milwaukee Bucks unnu Indiana Pacers, 109-119. Khris Middleton bætti 27 stigum við fyrir Milwaukee sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Malcom Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana. 30p/10r/9a for @Giannis_An34.27p/7a for @Khris22m. The @Bucks improve to 3-1 pic.twitter.com/f9iu3ttEyE— NBA (@NBA) October 26, 2021 Sigurgöngu Charlotte Hornets lauk þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Boston vann 129-140 eftir framlengingu. Jayson Tatum skoraði 41 stig fyrir Boston og Jaylen Brown þrjátíu. LaMelo Ball og Miles Bridges skoruðu 25 stig hvor fyrir Charlotte. 41 for @jaytatum0 in the @celtics OT win! pic.twitter.com/UkoVd4TCsH— NBA (@NBA) October 26, 2021 Úrslitin í nótt Toronto 108-111 Chicago Indiana 109-119 Milwaukee Charlotte 129-140 Boston Atlanta 122-104 Detroit Brooklyn 104-90 Washington Miami 107-90 Orlando Minnesota 98-107 New Orleans Denver 87-99 Cleveland LA Clippers 116-86 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
Bulls sigraði Toronto Raptors, 108-111, í nótt og hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu. Bulls er eina ósigraða liðið í Austurdeildinni. Þetta er í fjórða sinn sem Bulls vinnur fyrstu fjóra leiki sína á tímabili en í fyrstu þrjú skiptin sem það gerðist var Jordan leikmaður liðsins. Bulls hefur ekki byrjað jafn vel og tímabilið 1996-97. Þá vann liðið 69 af 82 leikjum sínum í deildarkeppninni og varð meistari, annað árið í röð. The BEST plays from the @chicagobulls first 4-0 start since 1996-97! pic.twitter.com/HhHZRJGLe4— NBA (@NBA) October 26, 2021 DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls og Zach LaVine 22. OG Anunoby var stigahæstur hjá Toronto með 22 stig. 26 points for @DeMar_DeRozan.4-0 start for the @chicagobulls pic.twitter.com/XcOrPubqeA— NBA (@NBA) October 26, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði þrjátíu stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar þegar meistarar Milwaukee Bucks unnu Indiana Pacers, 109-119. Khris Middleton bætti 27 stigum við fyrir Milwaukee sem hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. Malcom Brogdon skoraði 25 stig fyrir Indiana. 30p/10r/9a for @Giannis_An34.27p/7a for @Khris22m. The @Bucks improve to 3-1 pic.twitter.com/f9iu3ttEyE— NBA (@NBA) October 26, 2021 Sigurgöngu Charlotte Hornets lauk þegar Boston Celtics kom í heimsókn. Boston vann 129-140 eftir framlengingu. Jayson Tatum skoraði 41 stig fyrir Boston og Jaylen Brown þrjátíu. LaMelo Ball og Miles Bridges skoruðu 25 stig hvor fyrir Charlotte. 41 for @jaytatum0 in the @celtics OT win! pic.twitter.com/UkoVd4TCsH— NBA (@NBA) October 26, 2021 Úrslitin í nótt Toronto 108-111 Chicago Indiana 109-119 Milwaukee Charlotte 129-140 Boston Atlanta 122-104 Detroit Brooklyn 104-90 Washington Miami 107-90 Orlando Minnesota 98-107 New Orleans Denver 87-99 Cleveland LA Clippers 116-86 Portland NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Toronto 108-111 Chicago Indiana 109-119 Milwaukee Charlotte 129-140 Boston Atlanta 122-104 Detroit Brooklyn 104-90 Washington Miami 107-90 Orlando Minnesota 98-107 New Orleans Denver 87-99 Cleveland LA Clippers 116-86 Portland
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira