Því fékk Ronald Koeman, stjóri Barcelona, að kynnast þegar hann yfirgaf leikvanginn eftir 1-2 tapið í gær.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi biðu þónokkrir stuðningsmenn liðsins eftir honum fyrir utan völlinn og gerðu aðsúg að bifreið hollenska þjálfarans en með honum í för var eiginkona hans.
Fans mobbed Ronald Koeman's car after Barcelona's defeat in El Clasico
— B/R Football (@brfootball) October 24, 2021
(via @1899Gallego)pic.twitter.com/tb7EywWDM0
Ástríðan fyrir knattspyrnu í Barcelona er engu lík og ekki óalgengt að leikmenn og aðrir starfsmenn félagsins finni fyrir því á götum borgarinnar, bæði þegar vel gengur og þegar ekki gengur jafn vel.
Þessi framkoma stuðningsmanna í garð Koeman eftir leikinn í gær er engu að síður afar illa séð og sá félagið sig tilneytt til að gefa frá sér yfirlýsingu vegna þessa í gærkvöldi. Þar er hegðunin fordæmd.
FC Barcelona publicly condemns the violent and disdainful acts that our manager experienced when leaving the Camp Nou. The Club will take security and disciplinary measures so that such unfortunate events do not happen again.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) October 24, 2021