3. umferð lokið í CS:GO, Dusty, Þór og XY enn á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 23. október 2021 19:01 Þriðju umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gær þegar Dusty burstaði Kórdrengi 16-3. Leikir umferðarinnar voru spennandi en staðan nokkuð óbreytt. Leikir vikunnar Fjórar viðureignir fóru fram í vikunni. Umferðin hófst á þriðjudaginn með botnslag milli Vallea og Sögu. Vallea sem stóð sig gríðarlega vel á síðasta tímabili hafði ekki tekist að finna sama taktinn og áður og tapað báðum sínum leikjum hingað til. Saga hafði átt mun betri spretti en ekki tekist að loka leikjum. Í Counter-Strike er hins vegar ekkert til sem heitir jafntefli og því var spurningin bara hvoru liðinu tækist að hafa betur og hífa sig upp á stigatöflunni. Liðin mættust í háloftakortinu Vertigo en eftir jafna byrjun varð þó ljóst að Vallea hafði yfirhöndina. Vallea nýtti sér það að Saga var ekki sérlega áköf í að sækja sér upplýsingar og tókst þar af leiðandi ekki að ná stjórn á leiknum. Vallea vann því verðskuldaðan sigur 16-11 og það er aldrei að vita nema liðið sé að finna aftur sitt gamla form. Síðari leikur kvöldins var svo viðureign Þórs og Ármanns. Lið Ármanns fór vel af stað, vann nokkrar lotur í upphafi leiks en Þórsurum tókst svo að halda fjárhag þeirra í skefjum og ná yfirhöndinni í leiknum. StebbiC0C0 sem gekk til liðs við Þór fyrir þetta tímabil sýndi enn og aftur að hann er einn sá allra besti vappaleikmaður sem íslenska CS:GO senan hefur getið af sér og hann unir sér vel í liði Þórs. Trekk í trekk lagði hann goðsögnina Varg í einvígum og var það stór hluti af því að Þór hafði betur að lokum 16-9. Ármannsliðið hefur verið upp og ofan og sýnir það að ekki nægir að hafa góða leikmenn heldur þarf hópurinn einnig að geta unnið vel saman. Síðari tveir leikirnir fór fram á föstudagskvöldið. Þá mættust XY og Fylkir í einum mest spennandi leik tímabilsins. Bæði lið höfðu til mikils að vinna, XY til að halda sér í toppbaráttunni enda ósigraðir hingað til, en með sigri gat Fylkir tyllt sér við hlið XY ofar á töflunni. Bæði lið voru gríðarlega sterk og mætt tilbúin til leiks. XY náði forskoti framan af en í síðari hálfleik tókst Fylki að jafna og því þurfti framlengingu til að fá úrslit í leikinn. Einstaklingsframtak Zerq og Pat hjá Fylki kom liðinu langt og mátti litlu muna að Fylkir hefði betur í þrítugustu og sjöttu lotu þegar H0z1d3r rétt náði að aftengja sprengjuna með einungis millisekúndur eftir á klukkunni. XY þurfti enn einu sinni að hafa mikið fyrir sigrinum og náðu þeir að nýta sér veikleika Fylkis til að hafa betur í síðari framlengingunni. Lið Fylkis er gífurlega sterkt en gerir því miður enn klaufaleg mistök sem þeir komast ekki upp með í efstu deild. Síðasti leikur umferðarinnar var svo þegar Kórdrengir tóku á móti Dusty í Inferno. Dusty eru ósigraðir og margfaldir meistarar en nýliðar Kórdrengja hafa gert vel í því að vinna lotur og fella andstæðinga þrátt fyrir að þeim hafi ekki enn tekist að landa sigri á tímabilinu. Liðið átti frábæra spretti gegn Dusty en því miður varð lítið úr því vegna þess að Kórdrengi skortir enn mikið upp á eftirfylgni með aðgerðum sínum. Nokkrum sinnum tókst þeim að galopna vörn Dusty og koma fyrir sprengju, en þá sneru Dusty menn vörn í sókn og felldu þá til baka til að vinna lotur. Styrkurinn og reynslan sem Dusty býr yfir gerði þeim því auðvelt fyrir að bursta Kórdrengina 16-3. Staðan Dusty, Þór og XY eru því enn jöfn að stigum á toppi deildarinnar eftir þessa umferð, en Þór og XY mætast í næstu viku og mun það skera úr um hvort liðið verður enn ósigrað eftir fjórar umferðir. Ármann, Vallea og Fylkir raða sér þar á eftir með tvö stig hvert og Kórdrengir og Saga eru stigalaus á botninum. Viðureignir næstu viku er svo sem hér segir: Dusty - Fylkir, 26. okt. kl. 20:30. Vallea - Kórdrengir, 26. okt. kl. 21:30. Ármann - Saga, 29. okt. kl. 20:30. XY - Þór, 29. okt. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Leikir vikunnar Fjórar viðureignir fóru fram í vikunni. Umferðin hófst á þriðjudaginn með botnslag milli Vallea og Sögu. Vallea sem stóð sig gríðarlega vel á síðasta tímabili hafði ekki tekist að finna sama taktinn og áður og tapað báðum sínum leikjum hingað til. Saga hafði átt mun betri spretti en ekki tekist að loka leikjum. Í Counter-Strike er hins vegar ekkert til sem heitir jafntefli og því var spurningin bara hvoru liðinu tækist að hafa betur og hífa sig upp á stigatöflunni. Liðin mættust í háloftakortinu Vertigo en eftir jafna byrjun varð þó ljóst að Vallea hafði yfirhöndina. Vallea nýtti sér það að Saga var ekki sérlega áköf í að sækja sér upplýsingar og tókst þar af leiðandi ekki að ná stjórn á leiknum. Vallea vann því verðskuldaðan sigur 16-11 og það er aldrei að vita nema liðið sé að finna aftur sitt gamla form. Síðari leikur kvöldins var svo viðureign Þórs og Ármanns. Lið Ármanns fór vel af stað, vann nokkrar lotur í upphafi leiks en Þórsurum tókst svo að halda fjárhag þeirra í skefjum og ná yfirhöndinni í leiknum. StebbiC0C0 sem gekk til liðs við Þór fyrir þetta tímabil sýndi enn og aftur að hann er einn sá allra besti vappaleikmaður sem íslenska CS:GO senan hefur getið af sér og hann unir sér vel í liði Þórs. Trekk í trekk lagði hann goðsögnina Varg í einvígum og var það stór hluti af því að Þór hafði betur að lokum 16-9. Ármannsliðið hefur verið upp og ofan og sýnir það að ekki nægir að hafa góða leikmenn heldur þarf hópurinn einnig að geta unnið vel saman. Síðari tveir leikirnir fór fram á föstudagskvöldið. Þá mættust XY og Fylkir í einum mest spennandi leik tímabilsins. Bæði lið höfðu til mikils að vinna, XY til að halda sér í toppbaráttunni enda ósigraðir hingað til, en með sigri gat Fylkir tyllt sér við hlið XY ofar á töflunni. Bæði lið voru gríðarlega sterk og mætt tilbúin til leiks. XY náði forskoti framan af en í síðari hálfleik tókst Fylki að jafna og því þurfti framlengingu til að fá úrslit í leikinn. Einstaklingsframtak Zerq og Pat hjá Fylki kom liðinu langt og mátti litlu muna að Fylkir hefði betur í þrítugustu og sjöttu lotu þegar H0z1d3r rétt náði að aftengja sprengjuna með einungis millisekúndur eftir á klukkunni. XY þurfti enn einu sinni að hafa mikið fyrir sigrinum og náðu þeir að nýta sér veikleika Fylkis til að hafa betur í síðari framlengingunni. Lið Fylkis er gífurlega sterkt en gerir því miður enn klaufaleg mistök sem þeir komast ekki upp með í efstu deild. Síðasti leikur umferðarinnar var svo þegar Kórdrengir tóku á móti Dusty í Inferno. Dusty eru ósigraðir og margfaldir meistarar en nýliðar Kórdrengja hafa gert vel í því að vinna lotur og fella andstæðinga þrátt fyrir að þeim hafi ekki enn tekist að landa sigri á tímabilinu. Liðið átti frábæra spretti gegn Dusty en því miður varð lítið úr því vegna þess að Kórdrengi skortir enn mikið upp á eftirfylgni með aðgerðum sínum. Nokkrum sinnum tókst þeim að galopna vörn Dusty og koma fyrir sprengju, en þá sneru Dusty menn vörn í sókn og felldu þá til baka til að vinna lotur. Styrkurinn og reynslan sem Dusty býr yfir gerði þeim því auðvelt fyrir að bursta Kórdrengina 16-3. Staðan Dusty, Þór og XY eru því enn jöfn að stigum á toppi deildarinnar eftir þessa umferð, en Þór og XY mætast í næstu viku og mun það skera úr um hvort liðið verður enn ósigrað eftir fjórar umferðir. Ármann, Vallea og Fylkir raða sér þar á eftir með tvö stig hvert og Kórdrengir og Saga eru stigalaus á botninum. Viðureignir næstu viku er svo sem hér segir: Dusty - Fylkir, 26. okt. kl. 20:30. Vallea - Kórdrengir, 26. okt. kl. 21:30. Ármann - Saga, 29. okt. kl. 20:30. XY - Þór, 29. okt. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti