Bíó og sjónvarp

Þáttur fyrir alla fjölskylduna: „Þetta er vönduð vitleysa“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Steindi Jr. segir að loksins sé nú kominn fjölskylduþáttur, sem virkilega tikkar í það box.
Steindi Jr. segir að loksins sé nú kominn fjölskylduþáttur, sem virkilega tikkar í það box. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á Stöð 2 í kvöld. Hér er á ferðinni nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.

„Þeir þora öllu,“ sagði Steinunn Ólína í viðtali í Bítinu fyrr í dag.

Í hverjum þætti fá þeir Steindi og Auðunn til sín þjóðþekkta einstaklinga sem aðstoða þá við að leysa þessar þrautir eftir sinni bestu getu. Á meðal þeirra sem koma fram eru Bríet, Saga Garðars, Ari Eldjárn, Jón Jónsson, Friðrik Dór og fleiri hæfileikaríkir Íslendingar.

„Þetta er vönduð vitleysa,“ segir Steindi um verkefnið.

Stóra sviðið nýr þáttur á Stöð 2.Vísir/Vilhelm

Áskoranirnar eru allt frá kvikmyndagerð yfir í rómantík og þurfa þeir að leggja allt sitt í sölurnar til að vinna hylli áhorfenda sem síðan kjósa sigurvegara hvers þáttar fyrir sig. Áhorfendur í sal ráða svo úrslitunum.

„Ég ræð ekkert hver vinnur,“ segir Steinunn Ólína, sem skemmti sér mjög vel við að stjórna þessum þætti. Stóra sviðið eru fyrstu sjónvarpsþættirnir sem hún tekur að sér í tvo áratugi.

Frá tökum fyrir þættina.Vísir/Vilhelm

Steinunn Ólína og Steindi ræddu þættina og það sem gerist á bak við tjöldin í viðtali í Bítinu.

Sýnishorn úr þáttunum má svo sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Fyrsta sýnishornið úr þættinum Stóra sviðið

Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.