„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2021 09:35 Benedikt Þór Guðmundsson var í einlægu viðtali um missi, í þættinum Sagan þín er ekki búin. Vísir/Vilhelm „Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. Benedikt ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. „Fyrstu árin er þetta mjög erfitt, þetta er verkefni sem maður heldur að maður komist ekki í gegnum. Svo þegar tíminn líður þá er ekkert annað í boði en að eiga betri dag í dag og betri dag á morgun.“ „Ég er sextíu ára gamall, bý í Kópavogi og giftur Guðrúnu Pétursdóttur. Við eigum fjögur börn, þrjú þeirra eru á lífi.“ Hjónin voru á meðal þeirra sem komu að stofnun Píeta samtakanna árið 2018. Benedikt starfar líka sem ráðgjafi hjá samtökunum og aðstoðar fólk í sjálfsvígshugleiðingum og einnig aðstandendur og syrgjendur. „Einstaklingar sem missa einhvern í sjálfsvígi, þetta er heljarinnar mál. Það er ekki bara að maður lamast andlega, við getum líka bara lamast líkamlega. Fólk er að lenda í því að komast ekki í vinnu í marga mánuði eða jafn vel ár. Það er ekkert sem grípur okkur, ekkert bótakerfi. Því miður erum við töluvert langt á eftir.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Var búinn að skipuleggja sjálfsvígið Pétur Benediktsson var í háskólanámi og nýbúinn að kaupa sína fyrstu íbúð með kærustu sinni, Sigríði Mogensen, þegar hann lést. Hún kom einnig fram í viðtali í Píeta þættinum á föstudag og má sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. „Pétur var frábær strákur, hann var tónlistarmaður, mikill söngvari og spilaði á gítar og var vinur vina sinna út í gegn,“ segir Benedikt um son sinn. „Hann var vissulega búinn að skipuleggja þetta, það kom í ljós eftir á,“ útskýrir Benedikt. „Við tókum eftir því þegar við vorum að skoða myndir af honum að hann hafði svolítið horast, það var aðeins farið að sjá á honum sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Hann kom til dæmis til mín viku áður og gaf mér poka af bílabóni og einhverju sem hann átti.“ Benedikt segir að það geti verið einkenni, þegar fólk er byrjað að gefa eigur sínar. „En á þessum tíma þá vissi maður ekki betur.“ Af hverju hringdi hann ekki? Pétur var týndur í sólahring og tóku margir þátt í leitinni. Það var því full stofan heima hjá þeim og þar á meðal var þar prestur, þegar þau fengu fréttirnar að Pétur hefði fundist látinn. „Þá er þetta náttúrulega bara frjálst fall. Þetta er bara angist, þú ferð í 180 í púls. Bara tryllingur. Það er ekkert verra en þetta, að eiga svona dag.“ Pétur hafði tapað peningum í fjárhættuspilum á netinu en sagði engum frá því og bað ekki um hjálp. Benedikt segir að það sé erfitt að hafa ekki vitað þetta, hafa ekki getað verið til staðar. „Af hverju hringdi hann ekki? Af hverju bað hann ekki um hjálp? Ef og hefði er það stærsta í þessu.“ Opnuðu síma sem er alltaf opinn Hann segir að þetta áfall fylgi fjölskyldunni alltaf. „Það hefur oft hvarflað að mér, að þegar Pétur tekur líf sitt, hvað ef hann hefði vitað eitthvað símanúmer eða fengið aðstoð.“ Það var ein af ástæðunum sem þau fóru af stað með að stofna Píeta samtökin. „Að geta búið til úrræði sem fólk í svipaðri stöðu og Pétur var, gæti tekið upp símann og hringt.“ Píeta síminn, 552-2218, er nú opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það er alltaf von „Ég held að það sé mjög stór hópur sem er almennt ekki að hugsa í þessa áttina, að þetta geti gerst fyrir mig, að þetta geti gerst í minni fjölskyldu,“ segir Benedikt. „Við finnum það mjög oft þegar við förum í þessa umræðu að það kemur mörgum á óvart hvað þetta eru margir sem taka líf sitt. Líka bara þessi stóri fjöldi einstaklinga sem á misheppnaða tilraun. Sem samfélag getum við gert miklu, miklu betur. Við þurfum að vanda okkur meira, kenna börnunum okkar um tilfinningar, að þau geti sagt mér líði illa og farið til mömmu og pabba eða kennarans.“ Benedikt segir að það hafi verið mjög lærdómsríkt að vinna að Píeta samtökunum. „Það hefur kennt mér að það er alltaf lausn á öllu, það er alltaf von. Það er svolítið sem við erum að segja fólki, að ekki gefast upp, það er alltaf von.“ Í þættinum Sagan þín er ekki búin, var safnað fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin, þar sem núverandi húsnæði er löngu sprungið utan af þjónustunni. Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í spilaranum hér fyrir neðan. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Sagan þín er ekki búin Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta skapaði svarthol innra með mér“ „Ég flyt til Köben 2012, þar sem ég hitti ástina í lífi mínu, að ég vildi meina,“ segir ljósmyndarinn og Seyðfirðingurinn Helgi Ómarsson. 18. október 2021 09:01 Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52 Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Benedikt ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. „Fyrstu árin er þetta mjög erfitt, þetta er verkefni sem maður heldur að maður komist ekki í gegnum. Svo þegar tíminn líður þá er ekkert annað í boði en að eiga betri dag í dag og betri dag á morgun.“ „Ég er sextíu ára gamall, bý í Kópavogi og giftur Guðrúnu Pétursdóttur. Við eigum fjögur börn, þrjú þeirra eru á lífi.“ Hjónin voru á meðal þeirra sem komu að stofnun Píeta samtakanna árið 2018. Benedikt starfar líka sem ráðgjafi hjá samtökunum og aðstoðar fólk í sjálfsvígshugleiðingum og einnig aðstandendur og syrgjendur. „Einstaklingar sem missa einhvern í sjálfsvígi, þetta er heljarinnar mál. Það er ekki bara að maður lamast andlega, við getum líka bara lamast líkamlega. Fólk er að lenda í því að komast ekki í vinnu í marga mánuði eða jafn vel ár. Það er ekkert sem grípur okkur, ekkert bótakerfi. Því miður erum við töluvert langt á eftir.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Var búinn að skipuleggja sjálfsvígið Pétur Benediktsson var í háskólanámi og nýbúinn að kaupa sína fyrstu íbúð með kærustu sinni, Sigríði Mogensen, þegar hann lést. Hún kom einnig fram í viðtali í Píeta þættinum á föstudag og má sjá það í spilaranum neðst í fréttinni. „Pétur var frábær strákur, hann var tónlistarmaður, mikill söngvari og spilaði á gítar og var vinur vina sinna út í gegn,“ segir Benedikt um son sinn. „Hann var vissulega búinn að skipuleggja þetta, það kom í ljós eftir á,“ útskýrir Benedikt. „Við tókum eftir því þegar við vorum að skoða myndir af honum að hann hafði svolítið horast, það var aðeins farið að sjá á honum sem við gerðum okkur ekki grein fyrir. Hann kom til dæmis til mín viku áður og gaf mér poka af bílabóni og einhverju sem hann átti.“ Benedikt segir að það geti verið einkenni, þegar fólk er byrjað að gefa eigur sínar. „En á þessum tíma þá vissi maður ekki betur.“ Af hverju hringdi hann ekki? Pétur var týndur í sólahring og tóku margir þátt í leitinni. Það var því full stofan heima hjá þeim og þar á meðal var þar prestur, þegar þau fengu fréttirnar að Pétur hefði fundist látinn. „Þá er þetta náttúrulega bara frjálst fall. Þetta er bara angist, þú ferð í 180 í púls. Bara tryllingur. Það er ekkert verra en þetta, að eiga svona dag.“ Pétur hafði tapað peningum í fjárhættuspilum á netinu en sagði engum frá því og bað ekki um hjálp. Benedikt segir að það sé erfitt að hafa ekki vitað þetta, hafa ekki getað verið til staðar. „Af hverju hringdi hann ekki? Af hverju bað hann ekki um hjálp? Ef og hefði er það stærsta í þessu.“ Opnuðu síma sem er alltaf opinn Hann segir að þetta áfall fylgi fjölskyldunni alltaf. „Það hefur oft hvarflað að mér, að þegar Pétur tekur líf sitt, hvað ef hann hefði vitað eitthvað símanúmer eða fengið aðstoð.“ Það var ein af ástæðunum sem þau fóru af stað með að stofna Píeta samtökin. „Að geta búið til úrræði sem fólk í svipaðri stöðu og Pétur var, gæti tekið upp símann og hringt.“ Píeta síminn, 552-2218, er nú opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Það er alltaf von „Ég held að það sé mjög stór hópur sem er almennt ekki að hugsa í þessa áttina, að þetta geti gerst fyrir mig, að þetta geti gerst í minni fjölskyldu,“ segir Benedikt. „Við finnum það mjög oft þegar við förum í þessa umræðu að það kemur mörgum á óvart hvað þetta eru margir sem taka líf sitt. Líka bara þessi stóri fjöldi einstaklinga sem á misheppnaða tilraun. Sem samfélag getum við gert miklu, miklu betur. Við þurfum að vanda okkur meira, kenna börnunum okkar um tilfinningar, að þau geti sagt mér líði illa og farið til mömmu og pabba eða kennarans.“ Benedikt segir að það hafi verið mjög lærdómsríkt að vinna að Píeta samtökunum. „Það hefur kennt mér að það er alltaf lausn á öllu, það er alltaf von. Það er svolítið sem við erum að segja fólki, að ekki gefast upp, það er alltaf von.“ Í þættinum Sagan þín er ekki búin, var safnað fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin, þar sem núverandi húsnæði er löngu sprungið utan af þjónustunni. Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í spilaranum hér fyrir neðan. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Sagan þín er ekki búin Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Þetta skapaði svarthol innra með mér“ „Ég flyt til Köben 2012, þar sem ég hitti ástina í lífi mínu, að ég vildi meina,“ segir ljósmyndarinn og Seyðfirðingurinn Helgi Ómarsson. 18. október 2021 09:01 Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52 Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00 Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
„Þetta skapaði svarthol innra með mér“ „Ég flyt til Köben 2012, þar sem ég hitti ástina í lífi mínu, að ég vildi meina,“ segir ljósmyndarinn og Seyðfirðingurinn Helgi Ómarsson. 18. október 2021 09:01
Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. 17. október 2021 21:52
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00
Bein útsending: Sagan þín er ekki búin Í kvöld klukkan 18:55 verður á Stöð 2 í opinni dagskrá söfnunarþáttur Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin. Markmiðið er að safna fyrir nýju húsnæði fyrir Píeta samtökin. 15. október 2021 18:00