Mættu bæði með bikarinn og brotna hurð á sigurhátíðina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2021 15:30 Leikmenn Chicago Sky dansa af gleði á sigurhátíð sinni. AP/Matt Marton Chicago Sky varð WNBA-meistari í körfubolta á sunnudagskvöldið eftir sigur á Phoenix Mercury en liðsmenn Chicago liðsins héldu áfram að stríða tapsárum andstæðingum sínum þegar þær héldu sigurhátíð sína í gær. Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Chicago Sky mætti nefnilega með brotna hurð á sigurhátíðina sína. Eins og venjan er í Bandaríkjunum þá fara meistaraliðin út á meðal borgarbúa til að fagna titlinum og svo var einnig nú. Bikarinn var með eins og alltaf en þetta hlýtur að vera fyrsta hurðin sem fær að fara með. Diana Taurasi broke a door in the visiting locker room after Game 4 ...so the Sky brought it to their championship parade @HighlightHER(via @maggiehendricks, @BallySportsMW)(via @maggiehendricks) pic.twitter.com/W5ocIT4cb9— Bleacher Report (@BleacherReport) October 19, 2021 Heimildir bandarískra fjölmiðla er að þarna hafi verið á ferðinni hurðin sem stærsta stjarna Phoenix Mercury liðsins braut í svekkelsi sínu eftir tapið. Leikmenn Mercury voru mjög súrar eftir lokaleikinn þar sem þær misstu niður ellefu stiga forystu. Enginn þeirra mætti í viðtöl eftir leikinn. Sú sem á að hafa brotið hurðina er Diana Taurasi, sem er af flestum talin vera besta körfuboltakona sögunnar en hún er langstigahæsti leikmaður WNBA frá upphafi. The Sky brought out the same door Diana Taurasi reportedly broke in frustration after Game 4 as a guest during the team's championship parade https://t.co/zGbI9IOXHT— Sports Illustrated (@SInow) October 19, 2021 Hin 39 ára gamla Taurasi talaði ekki við fjölmiðla eftir leikinn en mætti á blaðamannafund daginn eftir. Þar játaði hún hvorki né neitaði að hafa brotið umrædda hurð í íþróttahöll Chicago Sky. „Það var fullt af hurðum þarna,“ sagði Taurasi. Hlutirnir gengu ekki nógu vel hjá Taurasi í lokaúrslitunum. Hún fékk tæknivillu í fyrsta leikhluta í lokaleiknum fyrir að klappa fyrir dómara. Hún hafði áður ýtt sama dómara í leik tvö, óvart að hennar mati, en fékk fyrir yfir þrjú hundruð þúsund króna sekt. Taurasi hitti aðeins úr 25 prósent skota sinna í þessum fjórða og síðasta leik og endaði með sextán stig og fjórar villur.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira