Einlægur flutningur GDRN snerti hjartastrengi Eiður Þór Árnason skrifar 17. október 2021 21:52 GDRN var meðal þeirra listamanna sem voru með tónlistaratriði í söfnunarþættinum. Vísir Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir, betur þekkt sem tónlistarkonan GDRN, vakti athygli með einlægum og fallegum tónlistarflutningi sínum í söfnunarþætti Píeta samtakanna sem sýndur var á föstudag. Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. > Söfnunarnúmer átaksins eru enn opin og er hægt að hringja í þau til að styðja við samtökin. Símanúmerin eru eftirfarandi: 907-1501 fyrir 1.000 krónur 907-1503 fyrir 3.000 krónur 907-1505 fyrir 5.000 krónur Reikningsnúmer samtakanna fyrir frjáls framlög er 0301-26-041041, kennitala 410416-0690. Horfa má á söfnunarþáttinn í spilaranum hér fyrir neðan. >
Markmiðið með þættinum, sem bar titilinn Sagan þín er ekki búin, var að safna fyrir nýju húsnæði fyrir samtökin. Píeta hefur frá árinu 2018 boðið upp á gjaldfrjálsa fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir fólk sem er í sjálfsvígshættu en eftirspurn eftir þjónustu samtakanna hefur aukist hratt á seinust árum. > Söng GDRN lagið Vorið af plötunni GDRN sem kom út í fyrra og flutti jafnframt nýjustu smáskífu sína sem ber heitið Næsta líf. Við hlið hennar spilaði gítarleikarinn Reynir Snær Magnússon. Í söfnunarþættinum mátti heyra sögur einstaklinga sem hafa upplifað sjálfsvígshugsanir og jafnvel reynt að taka sitt eigið líf auk þess sem ástvinir sögðu sögur sínar af missi. >
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Tónlist Sagan þín er ekki búin Tengdar fréttir Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00 Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Fleiri fréttir Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Sjá meira
Sonur Emmsjé Gauta stal senunni og hljóðnemanum Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni. 15. október 2021 22:00