Steingrímur kominn í töðuilm í bústörfum á Gunnarsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2021 14:32 Steingrímur kominn í töðuilminn í heyskapnum á Gunnarsstöðum eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi. Einar Árnason Steingrímur J. Sigfússon stendur á tímamótum að loknum 38 ára viðburðaríkum stjórnmálaferli. Eftir að hafa stýrt sínum síðasta þingfundi í sumar sem forseti Alþingis hélt hann ásamt fjölskyldu sinni í frí norður í Þistilfjörð á æskuheimili sitt á Gunnarsstöðum. „Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
„Ég bara rýk hér upp á vélar um leið og ég kem, ef þannig stendur á. Það er alveg yndislegt. Og finna töðuilminn. Það er bara hluti af tilverunni,“ segir Steingrímur þegar hann stígur af traktornum. Í þættinum Um land allt á Stöð 2, þeim fyrsta í nýrri þáttaröð, hittum við Steingrím á hans heimaslóðum. Steingrímur á unglingsárum bregður á leik á við gamla bæinn. Hérna er hann að herma eftir afabróður sínum, Friðrik Jónssyni á Flautafelli.Úr einkasafni Hann rifjar upp æskuna á Gunnarsstöðum og sýnir okkur átthagana og forna heiðabyggð þar sem forfeður hans bjuggu. Einnig er stiklað á stóru í æviferli hans sem stjórnmálamanns. „Þá afsalar þú þér talsverðu af frelsi þínu. Þú stjórnar því ekkert algerlega sjálfur hvernig þú verð þínum tíma eða hvað þú gerir,“ segir Steingrímur í þættinum. Steingrímur sýnir hvar heiðarbýlið Hávarðsstaðir stóð. Þaðan komu forfeður hans.Einar Árnason „Núna endurheimti ég þetta frelsi og fagna því að geta dregið mig af sviðinu og baksviðs og geta notið meiri tíma með fjölskyldu minni hér á Gunnarsstöðum og annarsstaðar þar sem ég hef gaman að því að vera. Ég vona að það gangi bara vel. Að maður fái ekki einhver fráhvarfseinkenni. En það verður að koma í ljós. Og náttúrlega óskar maður sér þess að manni endist aldur og heilsa til að njóta lífsins í einhver góð ár þegar atinu slotar,“ segir Steingrímur. Steingrímur við gamla bæinn á Gunnarsstöðum. Undir húsgaflinum situr eiginkonan, Bergný Marvinsdóttir, og prjónar.Einar Árnason Í þættinum er hann einnig spurður um hverju hann sjái mest eftir á ferlinum en einnig hverju hann sé stoltastur af. Svörin fást í þættinum, sem er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Um land allt Svalbarðshreppur Landbúnaður Tengdar fréttir „Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17 „Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54 Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
„Ég verð ekki fremst á sviðinu lengur“ Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis situr í dag sinn síðasta þingfund eftir þrjátíu og átta ára setu á Alþingi. 12. júní 2021 22:17
„Traust og virðing Alþingis er áunnið fyrirbæri“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, flutti sína síðustu eldhúsdagsræðu í kvöld. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir að standa við orð sín um að efla Alþingi. 7. júní 2021 22:54
Kveðja Alþingi misviljug eftir dramatískt kjörtímabil Þó framboðslistar liggi ekki að öllu leyti fyrir og vitaskuld óvíst hvernig væntanlegar kosningar fara er ljóst að fjölmargir þingmenn eru á förum – sumir af fúsum og frjálsum vilja og aðrir ekki. 17. júní 2021 09:01