Pallborðið: Er James Bond orðinn of mjúkur? Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2021 12:16 Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Þórarinn Þórarinsson og Tómas Valgeirsson eru gestir Pallborðsins að þessu sinni. vísir/ragnar Nýjasta James Bond-myndin hefur verið í sýningum í kvikmyndahúsum landsins í tæpa viku. Sitt sýnist hverjum um ágæti hennar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Í Pallborði dagsins verður nýjasta myndin tekin fyrir og munu álitsgjafar segja frá því hvað þeim finnst um myndina og fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á karakternum í gegnum árin, eru þær góðar eða slæmar?Tekið skal fram að þeir sem eiga eftir að sjá myndina ættu að varast að horfa á þennan Pallborðs-þátt því söguþráður nýjustu myndarinnar, No Time Do Die, verður til umræðu sem gæti skemmt upplifun þeirra sem vilja sjá myndina án þess vita nokkuð um framvindu sögunnar. Þeir sem skipa Pallborðið þetta skiptið eru Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem var dómari í Gettu betur áður fyrr en umfram allt er Ragnheiður Erla einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Með henni verða Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu og Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og er hægt að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Uppfært: Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið - James Bond James Bond Menning Pallborðið Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sitt sýnist hverjum um ágæti hennar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár. Í Pallborði dagsins verður nýjasta myndin tekin fyrir og munu álitsgjafar segja frá því hvað þeim finnst um myndina og fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á karakternum í gegnum árin, eru þær góðar eða slæmar?Tekið skal fram að þeir sem eiga eftir að sjá myndina ættu að varast að horfa á þennan Pallborðs-þátt því söguþráður nýjustu myndarinnar, No Time Do Die, verður til umræðu sem gæti skemmt upplifun þeirra sem vilja sjá myndina án þess vita nokkuð um framvindu sögunnar. Þeir sem skipa Pallborðið þetta skiptið eru Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem var dómari í Gettu betur áður fyrr en umfram allt er Ragnheiður Erla einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu. Með henni verða Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu og Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og er hægt að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. Uppfært: Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni. Klippa: Pallborðið - James Bond
James Bond Menning Pallborðið Bíó og sjónvarp Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira