Afganistan efst á baugi á kjördæmisfundi Alþjóðabankans Heimsljós 14. október 2021 11:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í gær þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið. Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar. Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Alþjóðabankinn Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra tók í gær þátt í fjarfundi ráðherra kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hjá Alþjóðabankanum, þar sem málefni Afganistan voru helsta umfjöllunarefnið. Ráðherrafundurinn var haldinn í tengslum við ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sérstakur gestur fundarins var Hartwig Schafer, yfirmaður Suður-Asíusviðs Alþjóðabankans, sem fór yfir stöðuna varðandi verkefni bankans í Afganistan en hlé hefur verið gert á starfsemi í landinu meðan horfur eru metnar. Ísland hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að Alþjóðabankinn, sem og aðrar alþjóðastofnanir, gæti þess að sá mannúðarstuðningur sem veittur er til Afganistan komi konum og stúlkum til góða, ekki síður en körlum. Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin mynda eitt kjördæmi hjá Alþjóðabankanum og vinna sameiginlega að áherslum á ákveðnum málefnasviðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Alþjóðabankinn Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent