Útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty hannar nýtt kerfi til að sporna gegn svindli Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. október 2021 07:00 Call of Duty eru fyrstu persónu skotleikir en fyrsti leikurinn í seríunni kom út árið 2003. Getty/Gonchar Activision, útgefandi tölvuleikjaseríunnar Call of Duty, vinnur að gerð nýs kerfis til að sporna gegn svindlurum í leikjunum Call of Duty: Warzone og Call of Duty: Vanguard. Tölvuleikjaserían er gríðarlega vinsæl og hefur Call of Duty: Warzone notið mikilla vinsælda hér á landi. Leikurinn er skotleikur þar sem allt að hundrað og fimmtíu manns keppa. Aðeins einn einstaklingur, eða lið eftir atvikum, stendur uppi sem sigurvegari. The Verge segir frá. Nýja kerfið mun innihalda reiknirit sem kannar hegðun notenda. Að auki verður teymi sérfræðinga sett á fót, sem mun koma til með að rannsaka mögulegt svindl í leiknum. Activision hafa bannað þúsundir svindlara síðan leikurinn kom út en svindlurum hefur, að sögn rafíþróttamanna, tekist að skemma leikinn fyrir mörgum. Atvinnumenn í rafíþróttum hafa biðlað til framleiðandans um að stemma stigu við auknu svindli innan leiksins. Activision virðast ætla að reyna að koma til móts við þær óskir. Leikjavísir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti
Tölvuleikjaserían er gríðarlega vinsæl og hefur Call of Duty: Warzone notið mikilla vinsælda hér á landi. Leikurinn er skotleikur þar sem allt að hundrað og fimmtíu manns keppa. Aðeins einn einstaklingur, eða lið eftir atvikum, stendur uppi sem sigurvegari. The Verge segir frá. Nýja kerfið mun innihalda reiknirit sem kannar hegðun notenda. Að auki verður teymi sérfræðinga sett á fót, sem mun koma til með að rannsaka mögulegt svindl í leiknum. Activision hafa bannað þúsundir svindlara síðan leikurinn kom út en svindlurum hefur, að sögn rafíþróttamanna, tekist að skemma leikinn fyrir mörgum. Atvinnumenn í rafíþróttum hafa biðlað til framleiðandans um að stemma stigu við auknu svindli innan leiksins. Activision virðast ætla að reyna að koma til móts við þær óskir.
Leikjavísir Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti Gagnrýnir Kyrie Irving fyrir að reyna koma í veg fyrir endurkomu NBA-deildarinnar Körfubolti Patrekur bætti Íslandsmet í Tókýó Sport Baráttan um HM-gullskóinn: Kane leiðir með tveimur mörkum Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Sky segir Birgi Leif vera frá Noregi Golf Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti