Þrjú lið enn með fullt hús stiga | Cloud9 og Fnatic með bakið upp við vegg Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. október 2021 23:01 Luka „Perkz“ Perkovic og félagar hans í Cloud9 þurfa að vinna alla þrjá leiki sína sem eftir eru í riðlakeppninni til að eiga möguleika á að komast áfram. Michal Konkol/Riot Games Þriðji dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll var spilaður í dag. Edward Gaming, Royal Never Give Up og heimsmeistararnir í DWG KIA hafa enn ekki tapað leik, en Cloud9 frá Bandaríkjunum og evrópska liðið Fnatic eru enn í leit að sínum fyrstu sigrum þegar riðlakeppnin er hálfnuð. Royal Never GiveUp og Hanwha Life mættust í fyrsta leik dagsins. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik, en liðsmenn Royal Never Give Up virtust þó vera skrefinu á undan. Hanwha Life hélt þó möguleikum sínum lifandi, og lengi vel leit út fyrir að með smá heppni gætu þeir snúið leiknum sér í hag. Það gekk þó ekki upp og Royal Never Give Up kláraði þriðja sigurinn sinn í jafn mörgum leikjum eftir rúmar 40 mínútur af League of Legends. Annar leikur dagsins var viðureign MAD Lions frá Evrópu og LNG frá Kína. MAD Lions hefur af mörgum verið spáð nokkuð góðu gengi á mótinu, en þeir lentu í basli með LNG og hafa nú aðeins unnið einn af þrem leikjum sínum. LNG hefur hins vegar komið nokkuð á óvart eftir að hafa komið í gegnum undanriðlana og sitja nú jafnir Gen.G í fyrsta sæti D-riðils. #LNGWIN @LNG_Esports break the tie and go 2-1! #Worlds2021 pic.twitter.com/8QZVIbXWbc— LoL Esports (@lolesports) October 13, 2021 FPX vann svo nokkuð þægilegan sigur gegn Rogue í þriðju viðureign dagsins, áður en komið var að leik PSG Talon og Fnatic. PSG Talon tók þar forystuna eftir tæplega tíu mínútna leik, en það tók Fnatic rétt undir fimm mínútur að jafna leikinn á ný. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum voru það liðsmenn Fnatic sem höfðu tekið forystuna, en þá var komið að PSG Talon og snúa leiknum sér í hag á ný. Svona gekk þetta fram og til baka þar til að eftir rúmar 45 mínútur af League of Legends að PSG Talon náði loks að klára leikinn og tylla sér í annað sæti C-riðils. Fnatic er enn í leit að sínum fyrsta sigri og þurfa að öllum líkindum að vinna alla sína leiki sem eftir eru til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. WHAT A GAME@PSG_TALON TAKE DOWN @FNATIC! #Worlds2021 pic.twitter.com/EUOJgIMqkl— LoL Esports (@lolesports) October 13, 2021 Gen.G og DWG KIA unnu svo nokkuð sannfærandi sigra í fimmta og sjötta leik dagsins. Bæði liðin voru að spila gegn Bandarískum liðum, en Gen.G sigraði Team Liquid, og heimsmeistararnir í DWG KIA eru enn taplausir eftir sigur gegn Cloud9. Cloud9 er þó í erfiðri stöðu í A-riðli, en liðið hefur ekki enn unnið leik þegar að riðlakeppnin er hálfnuð, og það verður að teljast ólíklegt að liðið taki sigra gegn heimsmeisturum seinustu tveggja ára í FPX og DWG KIA til að halda vonum sínum á lífi. Taplaust lið Edward Gaming lenti svo í óvæntu basli í upphafi leiks gegn DetonatioN FocusMe, en þeir síðarnefndu komu inn í leikinn í leit að sínum fyrsta sigri. Eftir rúmar tuttugu mínútur snéru liðsmenn Edward Gaming leiknum þó sér í vil, og unnu að lokum góðan sigur. Seinasti leikur dagsins var svo viðureign 100 Theives og T1. Sá leikur varð í raun aldrei spennandi því að T1 tók afgerandi forystu snemma, og eftir tæplega hálftíma leik var öruggur sigurinn þeirra. The #Worlds2021 Group Stage standings after Day 3! pic.twitter.com/v17rBlfYPp— LoL Esports (@lolesports) October 13, 2021 Nú þegar riðlakeppnin er hálfnuð mun leikjafyrirkomulagið breytast. Í stað þess að öll lið leiki einn leik á dag verða riðlarnir núna kláraðir hver á fætur öðrum. Eins og gefur að skilja er það A-riðill sem klárast á morgun með sex leikjum. Ef tvö lið eru jöfn þurfa þau að spila innbyrgðis til að skera úr um úrslit riðilsins. Eins og áður verður hægt að fylgjast með leikjum morgundagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 11:00 Úrslit dagsins Royal Never Give Up - Hanwha Life MAD Lions - LNG FPX - Rogue PSG Talon - Fnatic Gen.G - Team Liquid DWG KIA - Cloud9 Edward Gaming - DetonatioN FocusMe 100 Thieves - T1 Viðureignir morgundagsins 11:00: FPX - DWG KIA 12:00: Cloud9 - Rogue 13:00: FPX - Cloud9 14:00: DWG KIA - Rogue 15:00: Rogue - FPX 16:00: Cloud9 - DWG KIA Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up. 12. október 2021 23:00 Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll hófst í dag með átta leikjum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hófu titilvörn sína á sterkum sigri gegn FPX og gamla stórveldið T1 lék sér að DetonatioN FocusMe í endurkomu sinni á heimsmeistaramótið. 11. október 2021 23:01 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Keppni í undanriðlum á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll lauk á laugardaginn og nú er komið að alvöru lífsins þegar að stærstu og sterkustu lið heims mæta á sviðið, en riðlakeppnin hefst seinna í dag. 11. október 2021 07:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Royal Never GiveUp og Hanwha Life mættust í fyrsta leik dagsins. Nokkuð jafnræði var með liðunum framan af leik, en liðsmenn Royal Never Give Up virtust þó vera skrefinu á undan. Hanwha Life hélt þó möguleikum sínum lifandi, og lengi vel leit út fyrir að með smá heppni gætu þeir snúið leiknum sér í hag. Það gekk þó ekki upp og Royal Never Give Up kláraði þriðja sigurinn sinn í jafn mörgum leikjum eftir rúmar 40 mínútur af League of Legends. Annar leikur dagsins var viðureign MAD Lions frá Evrópu og LNG frá Kína. MAD Lions hefur af mörgum verið spáð nokkuð góðu gengi á mótinu, en þeir lentu í basli með LNG og hafa nú aðeins unnið einn af þrem leikjum sínum. LNG hefur hins vegar komið nokkuð á óvart eftir að hafa komið í gegnum undanriðlana og sitja nú jafnir Gen.G í fyrsta sæti D-riðils. #LNGWIN @LNG_Esports break the tie and go 2-1! #Worlds2021 pic.twitter.com/8QZVIbXWbc— LoL Esports (@lolesports) October 13, 2021 FPX vann svo nokkuð þægilegan sigur gegn Rogue í þriðju viðureign dagsins, áður en komið var að leik PSG Talon og Fnatic. PSG Talon tók þar forystuna eftir tæplega tíu mínútna leik, en það tók Fnatic rétt undir fimm mínútur að jafna leikinn á ný. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum voru það liðsmenn Fnatic sem höfðu tekið forystuna, en þá var komið að PSG Talon og snúa leiknum sér í hag á ný. Svona gekk þetta fram og til baka þar til að eftir rúmar 45 mínútur af League of Legends að PSG Talon náði loks að klára leikinn og tylla sér í annað sæti C-riðils. Fnatic er enn í leit að sínum fyrsta sigri og þurfa að öllum líkindum að vinna alla sína leiki sem eftir eru til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum. WHAT A GAME@PSG_TALON TAKE DOWN @FNATIC! #Worlds2021 pic.twitter.com/EUOJgIMqkl— LoL Esports (@lolesports) October 13, 2021 Gen.G og DWG KIA unnu svo nokkuð sannfærandi sigra í fimmta og sjötta leik dagsins. Bæði liðin voru að spila gegn Bandarískum liðum, en Gen.G sigraði Team Liquid, og heimsmeistararnir í DWG KIA eru enn taplausir eftir sigur gegn Cloud9. Cloud9 er þó í erfiðri stöðu í A-riðli, en liðið hefur ekki enn unnið leik þegar að riðlakeppnin er hálfnuð, og það verður að teljast ólíklegt að liðið taki sigra gegn heimsmeisturum seinustu tveggja ára í FPX og DWG KIA til að halda vonum sínum á lífi. Taplaust lið Edward Gaming lenti svo í óvæntu basli í upphafi leiks gegn DetonatioN FocusMe, en þeir síðarnefndu komu inn í leikinn í leit að sínum fyrsta sigri. Eftir rúmar tuttugu mínútur snéru liðsmenn Edward Gaming leiknum þó sér í vil, og unnu að lokum góðan sigur. Seinasti leikur dagsins var svo viðureign 100 Theives og T1. Sá leikur varð í raun aldrei spennandi því að T1 tók afgerandi forystu snemma, og eftir tæplega hálftíma leik var öruggur sigurinn þeirra. The #Worlds2021 Group Stage standings after Day 3! pic.twitter.com/v17rBlfYPp— LoL Esports (@lolesports) October 13, 2021 Nú þegar riðlakeppnin er hálfnuð mun leikjafyrirkomulagið breytast. Í stað þess að öll lið leiki einn leik á dag verða riðlarnir núna kláraðir hver á fætur öðrum. Eins og gefur að skilja er það A-riðill sem klárast á morgun með sex leikjum. Ef tvö lið eru jöfn þurfa þau að spila innbyrgðis til að skera úr um úrslit riðilsins. Eins og áður verður hægt að fylgjast með leikjum morgundagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport frá klukkan 11:00 Úrslit dagsins Royal Never Give Up - Hanwha Life MAD Lions - LNG FPX - Rogue PSG Talon - Fnatic Gen.G - Team Liquid DWG KIA - Cloud9 Edward Gaming - DetonatioN FocusMe 100 Thieves - T1 Viðureignir morgundagsins 11:00: FPX - DWG KIA 12:00: Cloud9 - Rogue 13:00: FPX - Cloud9 14:00: DWG KIA - Rogue 15:00: Rogue - FPX 16:00: Cloud9 - DWG KIA
Úrslit dagsins Royal Never Give Up - Hanwha Life MAD Lions - LNG FPX - Rogue PSG Talon - Fnatic Gen.G - Team Liquid DWG KIA - Cloud9 Edward Gaming - DetonatioN FocusMe 100 Thieves - T1 Viðureignir morgundagsins 11:00: FPX - DWG KIA 12:00: Cloud9 - Rogue 13:00: FPX - Cloud9 14:00: DWG KIA - Rogue 15:00: Rogue - FPX 16:00: Cloud9 - DWG KIA
Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up. 12. október 2021 23:00 Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll hófst í dag með átta leikjum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hófu titilvörn sína á sterkum sigri gegn FPX og gamla stórveldið T1 lék sér að DetonatioN FocusMe í endurkomu sinni á heimsmeistaramótið. 11. október 2021 23:01 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Keppni í undanriðlum á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll lauk á laugardaginn og nú er komið að alvöru lífsins þegar að stærstu og sterkustu lið heims mæta á sviðið, en riðlakeppnin hefst seinna í dag. 11. október 2021 07:00 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti
Heimsmeistararnir enn taplausir | Allt jafnt í D-riðli Annar dagur riðlakeppninnar á heimsmeistaramótinu í League of Legends fór fram í dag, en spilaðir voru átta leikir. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa unnið báða leiki sína, og sömu sögu er að segja af Edward Gaming og Royal Never Give Up. 12. október 2021 23:00
Heimsmeistararnir hófu titilvörnina á sigri | Fullkomin endurkoma T1 Riðlakeppni heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll hófst í dag með átta leikjum. Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hófu titilvörn sína á sterkum sigri gegn FPX og gamla stórveldið T1 lék sér að DetonatioN FocusMe í endurkomu sinni á heimsmeistaramótið. 11. október 2021 23:01
Riðlakeppni heimsmeistaramótsins hefst í dag | Titilvörnin byrjar á stórleik Keppni í undanriðlum á heimsmeistaramótinu í League of Legends sem fram fer í Laugardalshöll lauk á laugardaginn og nú er komið að alvöru lífsins þegar að stærstu og sterkustu lið heims mæta á sviðið, en riðlakeppnin hefst seinna í dag. 11. október 2021 07:00