Birgitta og Gói koma Láru og Ljónsa á svið Þjóðleikhússins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. október 2021 17:00 Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson vinna nú að jólasýningu fyrir börnin. Þjóðleikhúsið Birgitta Haukdal og Guðjón Davíð Karlsson sameina krafta sína í Þjóðleikhúsinu í vetur með barnasýningunni Lára og Ljónsi - jólasaga. Fyrstu Láru-bækurnar Birgittu komu út árið 2015 og hafa síðan þá verið vinsælar hjá ungum lesendum. „Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins. Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Fleiri fréttir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Sjá meira
„Ég á tvö börn og allt sem ég hef skrifað og gert hefur alltaf verið með þau í huga. Það að skapa eitthvað sem slær í gegn hjá þeim. Árið 2017 var stelpan mín tveggja ára og mér fannst vanta eitthvað skemmtilegt fyrir hana í leikhúsin og þá sérstaklega í kringum jólin. Þá kom upp sú hugmynd að skrifa jólaleikrit,“ segir Birgitta í samtali við Lífið. „Ég settist því við tölvuna og ákvað að skrifa hið fullkomna leikrit fyrir hana þar sem gleði, tónlist og jólaundirbúningurinn kæmu við sögu. Árið 2018 hef ég svo samband við Góa og fæ hann með mér í samstarf þar sem hann er einn af okkar bestu leikurum og hefur mikla reynslu af barnaleikhúsi og leikgerð fyrir börn. Við unnum því saman leikgerðina og ég fór í það að semja tónlistina við verkið. Þannig að þetta er búið að vera í nokkur ár í vinnslu.“ Um er að ræða jólaævintýri eftir Birgittu og Góa og verður sýningin á litla sviði Þjóðleikhússins. Leikverkið hentar vel yngstu áhorfendunum og er tilvalin skemmtun í aðdraganda jólanna. Birgitta Haukdal hefur samið ný lög fyrir leiksýninguna. Aldrei samið svona barnatónlist „Sýningin er hugsuð fyrir börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Fullkomin sem fyrsta leiksýning barnsins þar sem leikhúsið er kynnt fyrir börnunum á fallegan hátt í öruggu og notalegu rými,“ segir Birgitta. „Lára og Ljónsi eru að lifna við í fyrsta skipti sem er ofsalega spennandi og búið að vera mjög gaman að vinna með Maríu ólafs sem hannar búningana. Ég hef aldrei samið svona barnatónlist áður og er það búið að vera ótrúlega skemmtilegt og lærdómsríkt. Vignir Snær minn góði vinur úr Írafár stjórnaði upptökunum og er tónlistarstjóri verksins. Við erum orðin ansi góð í því að vinna saman og unnum einmitt jólatónlistarbók Láru og Ljónsa saman sem kemur út á næstu vikum.“ Miðasala á sýninguna hefst á næstu dögum og sýningin verður frumsýnd í nóvember. „Verkið gerist á aðventunni og jólasveinarnir eru farnir að tínast til byggða og gefa börnum í skóinn. En eina nóttina hverfur Ljónsi, uppáhalds mjúkdýrið hennar Láru sem, eins og flestir vita, er enginn venjulegur bangsi. Hvað getur hafa orðið af Ljónsa? Getur verið að hvarf hans tengist jólasveinunum á einhvern hátt?“ segir um verkið á vef Þjóðleikhússins.
Leikhús Menning Tengdar fréttir Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00 Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Gagnrýni PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Fleiri fréttir Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Sjá meira
Gleymist oft að kynin eru ólík Birgitta Haukdal í ítarlegu viðtali um rithöfundaferil sinn. 28. nóvember 2018 09:00
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið