Stafræn gjá milli kynjanna í brennidepli á alþjóðadegi stúlkubarnsins Heimsljós 12. október 2021 11:03 UN Women/Ruhani Kaur Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) hvetja til þess að stafræn gjá milli kynjanna verði brúuð. „Stúlkur eru í dag hluti af stafrænni kynslóð. Það er skylda okkar að ganga til liðs við þær í öllum sínum fjölbreytileika, auka áhrif þeirra í ákvarðanatöku í stafrænum heimi og ryðja burt hindrunum á stafrænum vettvangi,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær í ávarpi á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að gjá hafi myndast milli kynjanna í netnotkun. Samtökin hvetji til þess að gjáin verði brúuð. UN Women segir að slagorð alþjóðadagins sé „stafræn framtíð, okkar kynslóð“ og það sé innblásið af þeim öflugu stúlkum um allan heim sem berjast fyrir réttindum sínum, auknum tækifærum og jafnrétti. „Á þessum alþjóðadegi stúlkubarnsins kallar UN Women eftir auknu aðgengi stúlkna að netinu og menntunar á sviði forritunar og tölvunarfræða.“ UNRIC segir að gjáin milli kynjanna í nettokun hafi stækkað með árunum, hún hafi verið 11 prósent árið 2013 en 17 prósent árið 2019. Munurinn sé mestur í fátækustu ríkjum heims, allt upp í 43 prósent. Fram kemur í frétt UNRIC að 2,2 milljarðar ungs fólks undir 25 ára aldri hafi ekki netaðgang heima hjá sér og það bitni harðar á stúlkum en drengjum. „Á heimsvísu er hlutfall stúlkna í svokölluðum STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði) 15 prósent eða minna, í tveimur þriðju hlutum ríkja. “Fjárfestingar sem miða að því að brúa stafræna kynjabilið geta skilað miklum arði. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í því að vinna með stúlkum með það fyrir augum að þessi kynslóð stúlkna, hverjar sem þær eru og hverjar sem aðstæður þeirra eru, geti notið hæfileika sinna,” segir António Guterres í frétt UNRIC og kveðst binda vonir við alþjóðlegt samstarf um jafnrétti kynjanna í tækni og nýsköpun sem hleypt var af stokkunum í sumar. UN Women vekur athygli á því að stúlkur búi enn við skert mannréttindi og tækifæri samanborið við drengi. 1 af hverjum 4 stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára eru hvorki í námi né vinnu, samanborið við 1 af hverjum 10 drengjum á sama aldri. 435 milljónir stúlkna og kvenna lifa á innan við 244 krónum á dag. 47 milljónir kvenna og stúlkna búa við fátækramörk í dag vegna COVID-19. 60% þjóðríkja eru enn með lög sem mismuna stúlkum og konum, m.a. lög sem banna konum að erfa eignir og eiga eignir. UN Women vinnur að því að efla réttindi stúlkna um allan heim, meðal annars með því að þrýsta á lagabreytingar, efla menntun þeirra og atvinnuþátttöku, styðja við pólitíska þátttöku kvenna og veita kvenmiðaða neyðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent
„Stúlkur eru í dag hluti af stafrænni kynslóð. Það er skylda okkar að ganga til liðs við þær í öllum sínum fjölbreytileika, auka áhrif þeirra í ákvarðanatöku í stafrænum heimi og ryðja burt hindrunum á stafrænum vettvangi,“ sagði António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í gær í ávarpi á alþjóðlegum degi stúlkubarnsins. Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) bendir á að gjá hafi myndast milli kynjanna í netnotkun. Samtökin hvetji til þess að gjáin verði brúuð. UN Women segir að slagorð alþjóðadagins sé „stafræn framtíð, okkar kynslóð“ og það sé innblásið af þeim öflugu stúlkum um allan heim sem berjast fyrir réttindum sínum, auknum tækifærum og jafnrétti. „Á þessum alþjóðadegi stúlkubarnsins kallar UN Women eftir auknu aðgengi stúlkna að netinu og menntunar á sviði forritunar og tölvunarfræða.“ UNRIC segir að gjáin milli kynjanna í nettokun hafi stækkað með árunum, hún hafi verið 11 prósent árið 2013 en 17 prósent árið 2019. Munurinn sé mestur í fátækustu ríkjum heims, allt upp í 43 prósent. Fram kemur í frétt UNRIC að 2,2 milljarðar ungs fólks undir 25 ára aldri hafi ekki netaðgang heima hjá sér og það bitni harðar á stúlkum en drengjum. „Á heimsvísu er hlutfall stúlkna í svokölluðum STEM greinum (vísindum, tækni, verkfræði og stærðfræði) 15 prósent eða minna, í tveimur þriðju hlutum ríkja. “Fjárfestingar sem miða að því að brúa stafræna kynjabilið geta skilað miklum arði. Sameinuðu þjóðirnar eru staðráðnar í því að vinna með stúlkum með það fyrir augum að þessi kynslóð stúlkna, hverjar sem þær eru og hverjar sem aðstæður þeirra eru, geti notið hæfileika sinna,” segir António Guterres í frétt UNRIC og kveðst binda vonir við alþjóðlegt samstarf um jafnrétti kynjanna í tækni og nýsköpun sem hleypt var af stokkunum í sumar. UN Women vekur athygli á því að stúlkur búi enn við skert mannréttindi og tækifæri samanborið við drengi. 1 af hverjum 4 stúlkum á aldrinum 15 til 19 ára eru hvorki í námi né vinnu, samanborið við 1 af hverjum 10 drengjum á sama aldri. 435 milljónir stúlkna og kvenna lifa á innan við 244 krónum á dag. 47 milljónir kvenna og stúlkna búa við fátækramörk í dag vegna COVID-19. 60% þjóðríkja eru enn með lög sem mismuna stúlkum og konum, m.a. lög sem banna konum að erfa eignir og eiga eignir. UN Women vinnur að því að efla réttindi stúlkna um allan heim, meðal annars með því að þrýsta á lagabreytingar, efla menntun þeirra og atvinnuþátttöku, styðja við pólitíska þátttöku kvenna og veita kvenmiðaða neyðaraðstoð. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent