Gerir upp margra ára ofbeldissamband Ritstjórn Albúmm.is skrifar 11. október 2021 15:31 ZÖE var að senda frá sér smáskífu af væntanlegri plötu sem mun líta dagsins ljós í nóvember. Lagið heitir Blood in the Water, og mun það spila stóra rullu í lokaþætti Apple+ seríunnar „Truth Be Told“ sem skartar stórstjörnum á borð við Octaviu Spencer, Kate Hudson, Aaron Paul og Lizzy Caplan. ZÖE er Kalifornískur lagahöfundur, tónlistarframleiðandi og upptökustjóri sem hefur fundið sig á Íslandi. Eftir gríðarlega velgengni í Bandaríkjunum sem forsprakki hljómsveitarinnar Little Red Lung ákvað ZÖE að koma til Íslands í nokkrar vikur til að láta reyna á að semja og flytja tónlist hundrað prósent á eigin forsendum. Fimm árum síðar býr hún enn á Íslandi þar sem hún hefur meðal annars starfað sem umboðsmaður Mezzoforte, samið og sungið titillag myndarinnar „Lof mér að falla“ og rekur sitt eigið stúdíó, Studio River, þar sem hún tekur upp og framleiðir annað tónlistarfólk. Velgengni Red Little Lung leiddu meðal annars af sér að spila á Bonnaroo Music & Arts Festival þar sem hún deildi sviði með Paul McCartney, Tom Petty og Björk, meðal annara, og þó nokkur lög hljómsveitarinnar slógu rækilega í gegn við það að vera spiluð í þáttum eins og So You Think You Can Dance og The Originals, sem og mörgum öðrum Netflix og Fox þáttaröðum. Í ofanálag voru Little Red Lung nefnd sem rísandi stjörnur sem fylgjast ætti með af virtu útvarpsstöðvunum NPR og KCRW. Þann 12. nóvember ætlar ZÖE þó að breyta áherslum hjá sér en þá kemur fyrsta breiðskífan hennar, SHOOK, út. Umfjöllunarefnið er ekkert léttmeti en á þessari 15 laga plötu gerir ZÖE upp margra ára ofbeldissamband, hvernig það braut hana niður andlega og styrkinn sem þurfti til að brjótast út úr slíkum aðstæðum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni
ZÖE er Kalifornískur lagahöfundur, tónlistarframleiðandi og upptökustjóri sem hefur fundið sig á Íslandi. Eftir gríðarlega velgengni í Bandaríkjunum sem forsprakki hljómsveitarinnar Little Red Lung ákvað ZÖE að koma til Íslands í nokkrar vikur til að láta reyna á að semja og flytja tónlist hundrað prósent á eigin forsendum. Fimm árum síðar býr hún enn á Íslandi þar sem hún hefur meðal annars starfað sem umboðsmaður Mezzoforte, samið og sungið titillag myndarinnar „Lof mér að falla“ og rekur sitt eigið stúdíó, Studio River, þar sem hún tekur upp og framleiðir annað tónlistarfólk. Velgengni Red Little Lung leiddu meðal annars af sér að spila á Bonnaroo Music & Arts Festival þar sem hún deildi sviði með Paul McCartney, Tom Petty og Björk, meðal annara, og þó nokkur lög hljómsveitarinnar slógu rækilega í gegn við það að vera spiluð í þáttum eins og So You Think You Can Dance og The Originals, sem og mörgum öðrum Netflix og Fox þáttaröðum. Í ofanálag voru Little Red Lung nefnd sem rísandi stjörnur sem fylgjast ætti með af virtu útvarpsstöðvunum NPR og KCRW. Þann 12. nóvember ætlar ZÖE þó að breyta áherslum hjá sér en þá kemur fyrsta breiðskífan hennar, SHOOK, út. Umfjöllunarefnið er ekkert léttmeti en á þessari 15 laga plötu gerir ZÖE upp margra ára ofbeldissamband, hvernig það braut hana niður andlega og styrkinn sem þurfti til að brjótast út úr slíkum aðstæðum. Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni