Gæti orðið fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár án heimasigurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2021 12:31 Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í íslenska landsliðinu hafa uppskorið lítið á Laugardalsvellinum í þessari undankeppni. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld er síðasti möguleikinn fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu að vinna leik á Laugardalsvellinum í undankeppni HM í Katar 2022. Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein sem jafnframt verður fimmti heimaleikur liðsins í röð í þessari undankeppni. Íslensku strákarnir hafa fagnað mörgum sigrum í Laugardalnum undanfarin ár en svo hefur ekki verið í þessari fyrstu undankeppni undir stjórn þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í síðustu tveimur undankeppnum (HM 2018 og EM 2020) unnust níu af tíu heimaleikjum liðsins og tíundi heimasigurinn kom síðan í umpilsleik á móti Rúmeníu. Nú er staðan allt önnur og liðið bíður enn eftir fyrsta heimasigri sínum. Íslenska liðið hefur aðeins náð tveimur stigum samanlagt út úr fjórum fyrstu heimaleikjum sínum og er eins og er með fleiri stig á útivelli en á heimavelli í keppninni. Íslensku strákarnir náðu að jafna metin á móti Norður-Makedóníu og Armeníu en töpuðu heimaleikjum sínum á móti Þýskalandi og Rúmeníu. Takist liðinu ekki að vinna lið Liechtenstein í kvöld þá yrði þetta fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár þar sem liðið nær ekki að vinna heimaleik. Íslenska liðið tapaði öllum sínum heimaleikjum í undankeppni EM 1980 en íslenska liðið var þá í riðli með Hollandi, Póllandi, Austur-Þýskalandi og Sviss. Heimaleikirnir töpuðust með markatölunni 1-11. Þegar kemur að undankeppnum heimsmeistaramótsins þá hefur íslenska liðið unnið að minnsta kosti einn leik allar götur síðan í undankeppni HM 1974. Þá spilaði íslenska liðið reyndar aðeins einn heimaleik hér á landi en heimaleikirnir á móti Hollandi og Belgíu voru báðir spilaðir erlendis. Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9) HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Sjá meira
Íslenska liðið tekur á móti Liechtenstein sem jafnframt verður fimmti heimaleikur liðsins í röð í þessari undankeppni. Íslensku strákarnir hafa fagnað mörgum sigrum í Laugardalnum undanfarin ár en svo hefur ekki verið í þessari fyrstu undankeppni undir stjórn þeirra Arnars Þórs Viðarssonar og Eiðs Smára Guðjohnsen. Í síðustu tveimur undankeppnum (HM 2018 og EM 2020) unnust níu af tíu heimaleikjum liðsins og tíundi heimasigurinn kom síðan í umpilsleik á móti Rúmeníu. Nú er staðan allt önnur og liðið bíður enn eftir fyrsta heimasigri sínum. Íslenska liðið hefur aðeins náð tveimur stigum samanlagt út úr fjórum fyrstu heimaleikjum sínum og er eins og er með fleiri stig á útivelli en á heimavelli í keppninni. Íslensku strákarnir náðu að jafna metin á móti Norður-Makedóníu og Armeníu en töpuðu heimaleikjum sínum á móti Þýskalandi og Rúmeníu. Takist liðinu ekki að vinna lið Liechtenstein í kvöld þá yrði þetta fyrsta undankeppnin í meira en fjörutíu ár þar sem liðið nær ekki að vinna heimaleik. Íslenska liðið tapaði öllum sínum heimaleikjum í undankeppni EM 1980 en íslenska liðið var þá í riðli með Hollandi, Póllandi, Austur-Þýskalandi og Sviss. Heimaleikirnir töpuðust með markatölunni 1-11. Þegar kemur að undankeppnum heimsmeistaramótsins þá hefur íslenska liðið unnið að minnsta kosti einn leik allar götur síðan í undankeppni HM 1974. Þá spilaði íslenska liðið reyndar aðeins einn heimaleik hér á landi en heimaleikirnir á móti Hollandi og Belgíu voru báðir spilaðir erlendis. Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9)
Heimaleikir Íslands í undankeppnum HM 2018 og EM 2020: 9 sigrar í 10 leikjum 1 tapleikur Markatala: +16 (18-4) - Heimaleikir Íslands í undankeppni HM 2022: 0 sigrar í 4 leikjum 2 tapleikir Markatala: -6 (3-9)
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Sjá meira