Estadi Nacional leikvangurinn í Andorra á að hýsa leikinn en hann er ekki upp á sitt allra besta eftir að eldur braust út á honum í morgun.
Fire breaks out at Andorra stadium where England play World Cup qualifier https://t.co/jrPUTrmw8H pic.twitter.com/hCiJOGBSik
— The Mirror (@DailyMirror) October 8, 2021
Eldurinn kviknaði í aðstöðu sjónvarpsmanna á vellinum en varamannabekkirnir eru þar sitt hvorum megin við. Starfsmenn voru að undirbúa svæðið fyrir leikinn þegar eldurinn rauk upp en það lítur út fyrir að sjálfur gervigrasvöllurinn hafi sloppið.
Estadi Nacional völlurinn er gervigrasvöllur og tekur um þrjú þúsund manns.
Það er ekki vitað annað en að leikurinn muni fara fram á morgun en lögregla og slökkvilið mætti fljótt á staðinn til að ráða niðurlögðum eldsins.
Það búast allir við enskum sigri en England vann fyrri leik þjóðanna 4-0 á Wembley í síðasta mánuði.
Þessi leikur er einnig merkilegur fyrir þær sakir að í fyrsta sinn með kona dæma hjá enska karlalandsliðinu. Hin úkraínska Kateryna Monzul verður með flautuna á morgun.