Logi á sínu 25. tímabili: 25 er góð tala Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. október 2021 20:33 Logi Gunnarsson var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík byrjar tímabilið í Subway-deildinni frábærlega. Liðið vann 25 stiga sigur á heimavelli gegn Íslandsmeisturunum frá Þorlákshöfn. Logi Gunnarsson tók það á sig þjálfaraviðtalið eftir leik þar sem Benedikt Guðmundsson tók út leikbann. „Nei það er ekki hægt að byrja betur. Við vorum staðráðnir í því að mæta þeim í kvöld og spila vörn. Við gerðum það og héldum þeim á mjög fáum stigum eiginlega allan tímann. Þetta er flott byrjun, vorum að mæta Íslandsmeisturunum sem unnu okkur frekar örugglega um daginn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja svona.“ Logi segir að Njarðvíkingar hafi verið heppnir að Þórsarar hafi ekki hitt úr opnum skotum en hann var heilt yfir ánægur með vörnina. Fyrir leik sagði hann að þetta væri hans 25. tímabil í meistaraflokki. Er þá ekki viðeigandi að byrja á því að vinna með 25 stigum? „Já, er það ekki bara. Það er góð tala.“ Logi skoraði úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti í kvöld. „Ég hef nokkrum sinnum byrjað á því a setja fyrsta skotið mitt á tímabilinu. Örugglega svona 15 af þessum 25 skiptum.“ Hann segir að liðið þurfi að gera betur þegar kemur að sóknarfráköstum andstæðinganna en bendir á að liðið eigi eftir að fá Maciek inn í liðið og að liðið sé frekar lágvaxið. Fotios, Dedrick og Nico áttu allir góðan leik. Hversu góðir eru þeir? „Þetta eru frábærir leikmenn. Þú getur átt fullt af góðum leikmönnum en þessir eru svo miklir liðsspilarar, kunna leikinn út í gegn og eru góðir í að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru frábærir leikmenn á öllum sviðum leiksins,“ sagði Logi að lokum. Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 107-82 | Íslandsmeistararnir fengu skell í fyrstu umferð Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. 7. október 2021 20:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
„Nei það er ekki hægt að byrja betur. Við vorum staðráðnir í því að mæta þeim í kvöld og spila vörn. Við gerðum það og héldum þeim á mjög fáum stigum eiginlega allan tímann. Þetta er flott byrjun, vorum að mæta Íslandsmeisturunum sem unnu okkur frekar örugglega um daginn. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að byrja svona.“ Logi segir að Njarðvíkingar hafi verið heppnir að Þórsarar hafi ekki hitt úr opnum skotum en hann var heilt yfir ánægur með vörnina. Fyrir leik sagði hann að þetta væri hans 25. tímabil í meistaraflokki. Er þá ekki viðeigandi að byrja á því að vinna með 25 stigum? „Já, er það ekki bara. Það er góð tala.“ Logi skoraði úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti í kvöld. „Ég hef nokkrum sinnum byrjað á því a setja fyrsta skotið mitt á tímabilinu. Örugglega svona 15 af þessum 25 skiptum.“ Hann segir að liðið þurfi að gera betur þegar kemur að sóknarfráköstum andstæðinganna en bendir á að liðið eigi eftir að fá Maciek inn í liðið og að liðið sé frekar lágvaxið. Fotios, Dedrick og Nico áttu allir góðan leik. Hversu góðir eru þeir? „Þetta eru frábærir leikmenn. Þú getur átt fullt af góðum leikmönnum en þessir eru svo miklir liðsspilarar, kunna leikinn út í gegn og eru góðir í að stjórna hraðanum í leiknum. Þeir eru frábærir leikmenn á öllum sviðum leiksins,“ sagði Logi að lokum.
Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 107-82 | Íslandsmeistararnir fengu skell í fyrstu umferð Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. 7. október 2021 20:00 Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Þór Þ. 107-82 | Íslandsmeistararnir fengu skell í fyrstu umferð Íslandsmeistarar Þórs Þ. hófu titilvörn sína í Njarðvík þar sem að bikarmeistararnir tóku á móti þeim. Liðin mættust fyrir tæpri viku í Meistarakeppni KKÍ þar sem að Þórsarar höfðu betur, en Njarðvíkingar hefndu svo sannarlega fyrir það í kvöld með 25 stiga sigri, 107-82. 7. október 2021 20:00