Þungavigtin: Matthías sagði sína skoðun á stjórnlausa svartholinu Tyler Sabin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 11:31 Þungavigtin er hlaðvarpsþáttur sem Rikki G íþróttafréttamaður stýrir ásamt Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðsyni sem eru betur þekktir sem Mike og Höfðinginn. Þungavigtin Bandaríkjamaðurinn Tyler Sabin fór á kostum með KR-ingum í körfuboltanum á síðustu leiktíð en það voru ekki allir liðsfélagarnir nógu ánægðir með hann. Matthías Orri Sigurðsson sagði sína skoðun á Sabin þegar hann mætti í hlaðvarpsþáttinn Þungavigtina. Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift. KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson fengu hinn 27 ára gamla fyrrum leikstjórnanda KR-liðsins í heimsókn til sín í Þungvaktina og ræddu þar við hann körfuboltann á Íslandi og stöðuna á honum sjálfum. Matthías Orri verður í öðru hlutverki í vetur en undanfarin tímabil. Hann hefur sett skóna upp á hillu og ætlar ekki að spila í Subway-deildinni. Matthías ætlar hins vegar að koma að deildinni með því að vera í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í vetur. Tyler Sabin skoraði 25,5 stig að meðaltali í leik með KR á síðustu leiktíð og skoraði 3,9 þrista að meðaltali. Sabin gerði meðal annars út um einvígið á móti Val í átta liða úrslitunum með mögnuðum körfum á lokakafla oddaleiksins. Margir voru hrifnir af kappanum en Matthías Orri er ekki beint í aðdáendaklúbbnum. Rikki G spurði hvernig hafi verið að spila með manni sem var jafn frekur á boltann og Tyler Sabin. Gott og vont „Það var gott og vont. Það vonda við það að maður gat minna stjórnað honum heldur en oft er með sérstaklega kanaígildið í þessari deild. Við viljum að þeir séu frekir á boltann því við viljum að þeir skjóti mikið og taki mikið til sín,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson í Þungavigtinni. „Á sama tíma vill maður líka aðeins stjórnað því hvenær þessi, ef við köllum hann svarthol stundum, hvenær það fer í gang. Það var aðeins erfiðara með hann,“ sagði Matthías. Sást í Keflavíkurseríunni „Ég var að hugsa þetta í gær og þegar við vorum með Kevin Capers í ÍR. Það var svipaður leikmaður en það var auðvelt að stoppa hann aðeins af: Núna þarftu aðeins að slaka á fyrir heildarbraginn á liðinu. Svo lætur maður hann vita að nú sé komið að honum,“ sagði Matthías. „Með Tyler var þetta ekki eins auðvelt eins og sást sérstaklega í Keflavíkurseríunni. Hann var þvinga meiru fram heldur en í Valsseríunni. Ég held að allir sjái það líka að hann var alls ekki nógu öflugur varnarlega,“ sagði Matthías. Það má hlusta á alla klippuna hér fyrir neðan. Klippa: Þungavigtin: Matthías Orri um Tyler Sabin Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu núna inn á tal.is/vigtin og tryggir þér áskrift.
KR Subway-deild karla Þungavigtin Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira