Hollenskur dagur á RIFF: Vampírur, drama og erótísk sambönd í nunnuklaustri Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. október 2021 10:00 Stilla úr myndinni Drama Girls. Aðeins fjórir dagar eru eftir af kvikmyndaveislunni RIFF og mikil aðsókn og katína einkennir viðburði. RIFF HEIMA er einnig í fullum gangi en þar er stór hluti hátíðarinnar aðgengilegur á netinu. Holland er í brennidepli á RIFF í ár. Fjölmennur hópur hollenskra kvikmyndagerðarmanna sækir hátíðina heim vegna þessa og tekur meðal annars þátt í Bransadögum RIFF sem standa nú yfir og eru einnig sýndir í beinni útsendingu hér á Vísi. Farewell Paradise Hátíðargestum gefst tækifæri á að sjá það mest spennandi sem hollensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða í dag. Sjö kvikmyndir eru sýndar, sex leikstjórar verða viðstaddir spurt & svarað eftir sýningu. Einnig er hollenskur stuttmyndapakki á dagskrá þar sem leikstjórar mynda verða viðstaddir. Dead and Beautiful Vekja má sérstaka athygli á heimildarmyndinni Feast þar sem fjallað er um þrjá menn í Groningen sem smituðu aðra karlmenn vísvitandi af HIV en sakamenn og þolendur taka þátt í dramatískri sviðsetningu atburðanna. Feast Spennumyndirnar Magic Mountains og Do Not Hesitate ættu ekki að svíkja áhorfendur sem vilja fjöruga framvindu og vampírumyndin Dead & Beautiful hræðir líftóruna úr hrollþyrstum rétt fyrir miðnætti. RIFF sýnir einnig nýjustu kvikmynd frægasta leikstjóra þjóðarinnar, Paul Verhoeven, en hún heitir Benedetta og fjallar um erótísk sambönd í nunnuklaustri á sautjándu öld. Hún er sýnd laugardaginn 9. október kl. 21.45. Benedetta Spurt & svarað dagskrá: Hollenskar stuttmyndir 1 - kl. 17 Drama Girl - kl. 17 með Vincent Boy Kars, leikstjóra. Farewell Paradise - kl. 19 með Sonju Wyss, leikstjóra. Magic Mountains - kl. 19 með Urszulu Antoniak, leikstjóra. Feast - kl. 21 með Tim Leyendekker, leikstjóra. Do Not Hesitate - kl. 21.15 með Shariff Korver, leikstjóra. Do not hesitate Bransadagar RIFF eru í fullum gangi í Norræna húsinu. Í dag er framleiðandadagur en honum er stýrt af kvikmyndasérfræðingnum Wendy Mitchell og meðal þátttakenda verða Baltasar Kormákur, Erik Gilijnis, Jón Hammer, Ragnheiður Erlendsdóttir og Sigurjón Sighvatsson og stór hópur hollenskra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila. Á sérstökum verk-í-vinnslu vettvangi þar sem kvikmyndir og þáttaraðir eru kynntar fyrir alþjóðlegum sölu- og dreifingaraðilum verða til sýnis sjónvarpsseríur eins og Ófærð III, Stella Blómkvist og Vitjanir, og kvikmyndir á borð við Abbababb!, Birta og Sumarljós... og svo kemur nóttin. Hér er hægt er að kynna sér dagskrána nánar og skrá sig. Áframhaldandi skemmtidagskrá er á Loft Hostel en í kvöld gleður uppistand Lofty Ambitions gesti. Meiri upplýsingar má nálgast á Facebook-viðburði. RIFF Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensk kvikmyndatónlist rædd á Bransadögum RIFF Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október. 6. október 2021 16:00 Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
RIFF HEIMA er einnig í fullum gangi en þar er stór hluti hátíðarinnar aðgengilegur á netinu. Holland er í brennidepli á RIFF í ár. Fjölmennur hópur hollenskra kvikmyndagerðarmanna sækir hátíðina heim vegna þessa og tekur meðal annars þátt í Bransadögum RIFF sem standa nú yfir og eru einnig sýndir í beinni útsendingu hér á Vísi. Farewell Paradise Hátíðargestum gefst tækifæri á að sjá það mest spennandi sem hollensk kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða í dag. Sjö kvikmyndir eru sýndar, sex leikstjórar verða viðstaddir spurt & svarað eftir sýningu. Einnig er hollenskur stuttmyndapakki á dagskrá þar sem leikstjórar mynda verða viðstaddir. Dead and Beautiful Vekja má sérstaka athygli á heimildarmyndinni Feast þar sem fjallað er um þrjá menn í Groningen sem smituðu aðra karlmenn vísvitandi af HIV en sakamenn og þolendur taka þátt í dramatískri sviðsetningu atburðanna. Feast Spennumyndirnar Magic Mountains og Do Not Hesitate ættu ekki að svíkja áhorfendur sem vilja fjöruga framvindu og vampírumyndin Dead & Beautiful hræðir líftóruna úr hrollþyrstum rétt fyrir miðnætti. RIFF sýnir einnig nýjustu kvikmynd frægasta leikstjóra þjóðarinnar, Paul Verhoeven, en hún heitir Benedetta og fjallar um erótísk sambönd í nunnuklaustri á sautjándu öld. Hún er sýnd laugardaginn 9. október kl. 21.45. Benedetta Spurt & svarað dagskrá: Hollenskar stuttmyndir 1 - kl. 17 Drama Girl - kl. 17 með Vincent Boy Kars, leikstjóra. Farewell Paradise - kl. 19 með Sonju Wyss, leikstjóra. Magic Mountains - kl. 19 með Urszulu Antoniak, leikstjóra. Feast - kl. 21 með Tim Leyendekker, leikstjóra. Do Not Hesitate - kl. 21.15 með Shariff Korver, leikstjóra. Do not hesitate Bransadagar RIFF eru í fullum gangi í Norræna húsinu. Í dag er framleiðandadagur en honum er stýrt af kvikmyndasérfræðingnum Wendy Mitchell og meðal þátttakenda verða Baltasar Kormákur, Erik Gilijnis, Jón Hammer, Ragnheiður Erlendsdóttir og Sigurjón Sighvatsson og stór hópur hollenskra kvikmyndagerðarmanna og fagaðila. Á sérstökum verk-í-vinnslu vettvangi þar sem kvikmyndir og þáttaraðir eru kynntar fyrir alþjóðlegum sölu- og dreifingaraðilum verða til sýnis sjónvarpsseríur eins og Ófærð III, Stella Blómkvist og Vitjanir, og kvikmyndir á borð við Abbababb!, Birta og Sumarljós... og svo kemur nóttin. Hér er hægt er að kynna sér dagskrána nánar og skrá sig. Áframhaldandi skemmtidagskrá er á Loft Hostel en í kvöld gleður uppistand Lofty Ambitions gesti. Meiri upplýsingar má nálgast á Facebook-viðburði.
RIFF Tengdar fréttir Bein útsending: Íslensk kvikmyndatónlist rædd á Bransadögum RIFF Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október. 6. október 2021 16:00 Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31 Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Bein útsending: Íslensk kvikmyndatónlist rædd á Bransadögum RIFF Yfir hundrað fagaðilar, blaðamenn og kvikmyndagerðarmenn koma að utan og taka þátt í Bransadögum RIFF í ár en þeir hefjast í dag í Norræna húsinu og standa til 9. október. 6. október 2021 16:00
Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. 1. október 2021 12:31