Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 10:00 Björn Gíslason er formaður Fylkis, en hann leggur fram tillöguna. Fylkir stofnaði sérstaka deild í kringum rafíþróttir árið 2019. Mynd/Facebook Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. Á undanförnum árum hafa rafíþróttir notið vaxandi vinsælda hérlendis, sem og annars staðar í heiminum, og mörg dæmi eru um það að íþróttafélög hér á landi hafi stofnað sértstakar deildir í kringum þær. Í greinagerð Björns kemur fram að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi geti haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna og að rannsóknir sýni einmitt fram á þessi jákvæðu tengsl. Þar kemur einnig fram að tæknin eigi sínar myrku hliðar, og að ein birtingamynd þess sé sú að börn og ungmenni, jafnvel fullorðnir, fari ekki út úr húsi, stundi enga skipulagða hreyfingu og eiga nánast í engum mannlegum eða félagslegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Björn segir að heildarsamtök íþróttafélaga, yfirvöld og íþróttafélögin sjálf geti, með samstilltu átaki, lyft grettistaki til að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti
Á undanförnum árum hafa rafíþróttir notið vaxandi vinsælda hérlendis, sem og annars staðar í heiminum, og mörg dæmi eru um það að íþróttafélög hér á landi hafi stofnað sértstakar deildir í kringum þær. Í greinagerð Björns kemur fram að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi geti haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna og að rannsóknir sýni einmitt fram á þessi jákvæðu tengsl. Þar kemur einnig fram að tæknin eigi sínar myrku hliðar, og að ein birtingamynd þess sé sú að börn og ungmenni, jafnvel fullorðnir, fari ekki út úr húsi, stundi enga skipulagða hreyfingu og eiga nánast í engum mannlegum eða félagslegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Björn segir að heildarsamtök íþróttafélaga, yfirvöld og íþróttafélögin sjálf geti, með samstilltu átaki, lyft grettistaki til að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.
Rafíþróttir Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti