Tímamótatillaga um að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 10:00 Björn Gíslason er formaður Fylkis, en hann leggur fram tillöguna. Fylkir stofnaði sérstaka deild í kringum rafíþróttir árið 2019. Mynd/Facebook Björn Gíslason, formaður Fylkis, leggur í dag fram tímamótatillögu á 50. þingi Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, þess efnis að rafíþróttir verði teknar undir hatt bandalagsins og starfi innan vébanda þess líkt og aðrar greinar. Á undanförnum árum hafa rafíþróttir notið vaxandi vinsælda hérlendis, sem og annars staðar í heiminum, og mörg dæmi eru um það að íþróttafélög hér á landi hafi stofnað sértstakar deildir í kringum þær. Í greinagerð Björns kemur fram að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi geti haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna og að rannsóknir sýni einmitt fram á þessi jákvæðu tengsl. Þar kemur einnig fram að tæknin eigi sínar myrku hliðar, og að ein birtingamynd þess sé sú að börn og ungmenni, jafnvel fullorðnir, fari ekki út úr húsi, stundi enga skipulagða hreyfingu og eiga nánast í engum mannlegum eða félagslegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Björn segir að heildarsamtök íþróttafélaga, yfirvöld og íþróttafélögin sjálf geti, með samstilltu átaki, lyft grettistaki til að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs. Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn
Á undanförnum árum hafa rafíþróttir notið vaxandi vinsælda hérlendis, sem og annars staðar í heiminum, og mörg dæmi eru um það að íþróttafélög hér á landi hafi stofnað sértstakar deildir í kringum þær. Í greinagerð Björns kemur fram að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi geti haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna og að rannsóknir sýni einmitt fram á þessi jákvæðu tengsl. Þar kemur einnig fram að tæknin eigi sínar myrku hliðar, og að ein birtingamynd þess sé sú að börn og ungmenni, jafnvel fullorðnir, fari ekki út úr húsi, stundi enga skipulagða hreyfingu og eiga nánast í engum mannlegum eða félagslegum samskiptum sem leiðir til einangrunar. Björn segir að heildarsamtök íþróttafélaga, yfirvöld og íþróttafélögin sjálf geti, með samstilltu átaki, lyft grettistaki til að snúa þessari þróun við og nýta tæknina til góðs.
Rafíþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn