Grjóthörð Saga Garðars vekur athygli: „Er þetta lánslíkami?“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 21:02 Saga Garðarsdóttir er hér í hlutverki Myrru. Instagram/Saga Garðarsdóttir Leikkonan Saga Garðarsdóttir leikur Myrru, nýja óvinkonu Stellu Blómkvist í annarri þáttaröð um lögfræðinginn. Saga birti mynd af sér í hlutverki Myrru á Instagram og létu viðbrögðin ekki á sér standa. „Er þetta lánslíkami?“ spyr leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir en þær eru samstarfskonur í Borgarleikhúsinu. Saga var þá fljót að svara „nei! Hvað er að þér? Ertu með lánsheila?“ og virtist svarið gleðja fylgjendur hennar á Instagram. „Fögur eins sólin heit eins og syndin,“ skrifar Bubbi Morthens. Flestir virðast sammála um að dýrka þessa týpu. View this post on Instagram A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) Á Twitter hefur myndinni líka verið deilt víða og ein skrifar þar einfaldlega: „ertuaðfokkaímérhollllyyyshitttt??!!!“ Aðrar athugasemdir eru til dæmis „Get ekki útskýrt hvernig en þessi ljósmynd breytti lífi mínu“ og „Mikið er ég feginn að vera ekki Stella Blómkvist núna“ og fleira í þeim dúr. „Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig,“ skrifar Saga sjálf á Twitter. Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig https://t.co/LGfBSGpqSz— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 30, 2021 Í tilkynningu um nýju þættina segir að Stella mæti hættulegri og samviskulausari andstæðingum en hún hefur áður kynnst. Í nýju sýnishorni fyrir aðra þáttaröð af Stellu Blómkvist má sjá Sögu gera Heiðu Reed erfitt fyrir og er nokkuð ljóst að það mun ganga á ýmsu hjá óvinkonunum Myrru og Stellu í þessum þáttum. „Við fylgjum sem fyrr eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöðum,“ segir um þættina. „Fyrr en varir sogast hún aftur inn í siðspillta hringiðu glæpa og stjórnmála, þar sem hún neyðist til að takast á við hættulegri og samviskulausari andstæðinga en hún hefur áður kynnst.“ Þættirnir eru sex talsins og eru þeir komnir út. Þeir eru byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist. Fyrsta þáttaröðin var sýnd víða um heiminn, meðal annars í Norður-Ameríku, Bretlandi, Ástralíu, Spáni og Frakklandi. Sagafilm stendur að baki framleiðslunni en þáttunum er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Heiða Rún Sigurðardóttir, einnig þekkt sem Heida Reed fer með hlutverk Stellu sem fyrr en hún sló í gegn í þáttunum Poldark. Í öðrum hlutverkum eru þau Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Halldór Gylfason ásamt mörgum öðrum landsþekktum leikurum. Handritið er skrifað af Jóhanni Ævari Grímssyni, Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Árni Filippusson og Þór Elíason skutu. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 9. desember 2020 08:01 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
„Er þetta lánslíkami?“ spyr leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir en þær eru samstarfskonur í Borgarleikhúsinu. Saga var þá fljót að svara „nei! Hvað er að þér? Ertu með lánsheila?“ og virtist svarið gleðja fylgjendur hennar á Instagram. „Fögur eins sólin heit eins og syndin,“ skrifar Bubbi Morthens. Flestir virðast sammála um að dýrka þessa týpu. View this post on Instagram A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) Á Twitter hefur myndinni líka verið deilt víða og ein skrifar þar einfaldlega: „ertuaðfokkaímérhollllyyyshitttt??!!!“ Aðrar athugasemdir eru til dæmis „Get ekki útskýrt hvernig en þessi ljósmynd breytti lífi mínu“ og „Mikið er ég feginn að vera ekki Stella Blómkvist núna“ og fleira í þeim dúr. „Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig,“ skrifar Saga sjálf á Twitter. Jæja Stella Blómkvist, nú ætla ég að drepa þig https://t.co/LGfBSGpqSz— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 30, 2021 Í tilkynningu um nýju þættina segir að Stella mæti hættulegri og samviskulausari andstæðingum en hún hefur áður kynnst. Í nýju sýnishorni fyrir aðra þáttaröð af Stellu Blómkvist má sjá Sögu gera Heiðu Reed erfitt fyrir og er nokkuð ljóst að það mun ganga á ýmsu hjá óvinkonunum Myrru og Stellu í þessum þáttum. „Við fylgjum sem fyrr eftir andhetjunni, tálkvendinu og lögfræðingnum Stellu Blómkvist, sem fetar sínar eigin slóðir. Í starfi sínu sem lögfræðingur vílar hún ekki fyrir sér að beita brögðum til að fá sínu framgengt og tekur að sér snúin mál þar sem hún sér möguleika á að uppræta spillingu og glæpi hjá einstaklingum í valdastöðum,“ segir um þættina. „Fyrr en varir sogast hún aftur inn í siðspillta hringiðu glæpa og stjórnmála, þar sem hún neyðist til að takast á við hættulegri og samviskulausari andstæðinga en hún hefur áður kynnst.“ Þættirnir eru sex talsins og eru þeir komnir út. Þeir eru byggðir á samnefndum glæpasögum eftir höfund sem skrifar undir dulnefninu Stella Blómkvist. Fyrsta þáttaröðin var sýnd víða um heiminn, meðal annars í Norður-Ameríku, Bretlandi, Ástralíu, Spáni og Frakklandi. Sagafilm stendur að baki framleiðslunni en þáttunum er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni og Þóru Hilmarsdóttur. Heiða Rún Sigurðardóttir, einnig þekkt sem Heida Reed fer með hlutverk Stellu sem fyrr en hún sló í gegn í þáttunum Poldark. Í öðrum hlutverkum eru þau Krístín Þóra Haraldsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Edda Björgvinsdóttir, Saga Garðarsdóttir og Halldór Gylfason ásamt mörgum öðrum landsþekktum leikurum. Handritið er skrifað af Jóhanni Ævari Grímssyni, Snjólaugu Lúðvíksdóttur, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Dóru Jóhannsdóttur. Árni Filippusson og Þór Elíason skutu.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 9. desember 2020 08:01 Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Sjá meira
Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Borgarleikhúsið býður landsmönnum öllum upp á veglega jóladagskrá í formi jóladagatals í ár. Á hverjum degi frá 1. til 24. desember verður opnaður gluggi og listamenn leikhússins gleðja með fjölbreyttum atriðum. 9. desember 2020 08:01