Dómari segir ekki glæpsamlegt að deila nærmyndum af kynfærum kvenna á klámsíðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. október 2021 08:11 Ákvörðun dómarans hefur verið harðlega mótmælt. MUJERES EN IGUALDAD BURELA Ákvörðun dómara í bænum Cervo á Spáni hefur vakið mikla reiði en hann hefur nú í annað sinn vísað frá máli er varðaði konur sem voru myndaðar án þeirrar vitundar þegar þær pissuðu á útihátíð. Myndskeiðunum var deilt á klámsíðum. Um er að ræða í kringum 80 konur og stúlkur, sem neyddust til að pissa úti í hliðargötu vegna óviðunandi salernisaðstöðu þegar hátíðin A Maruxaina fór fram í bænum. Seinna kom í ljós að einhver hafði komið leyndum upptökubúnaði fyrir í götunni og deilt myndskeiðunum á netinu. Myndefnið rataði á klámsíður og í sumum tilvikum var um að ræða nærmyndir af andlitum og kynfærum kvennanna. Konurnar kærðu málið í fyrra og fóru fram á rannsókn. Sögðu þær meðal annars að viðkomandi, sem er enn óþekktur, hefði brotið gegn rétti þeirra til einkalífs. Dómari í bænum, Pablo Munoz Vázqez, ákvað hins vegar að vísa málinu frá og hefur nú staðfest þá ákvörðun. Dómarinn byggði ákvörðun sína á því að þar sem konurnar hefðu pissað á almannafæri hefði sá sem gerði upptökurnar ekki gerst brotlegur við lög. Þá komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að ekki væri um að ræða ásetning um að brjóta gegn „líkamlegri eða siðferðilegri andstöðu“ kvennanna. Ein þeirra, sem BBC kallar einfaldlega Jenniffer, segir dómarann í raun vera að leggja blessun sína yfir það að upptökur séu gerðar af fólki á almannafæri og tekjur hafðar af því að deila upptökunum á klámsíðum. Niðurstöðu dómarans hefur verið harðlega mótmælt af samtökum sem berjast fyrir jafnrétti. Þá hefur jafnréttisráðherrann Irene Montero kallað athæfið sem um ræðir hreint og klárt kynferðisofbeldi. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Spánn Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Klám Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Um er að ræða í kringum 80 konur og stúlkur, sem neyddust til að pissa úti í hliðargötu vegna óviðunandi salernisaðstöðu þegar hátíðin A Maruxaina fór fram í bænum. Seinna kom í ljós að einhver hafði komið leyndum upptökubúnaði fyrir í götunni og deilt myndskeiðunum á netinu. Myndefnið rataði á klámsíður og í sumum tilvikum var um að ræða nærmyndir af andlitum og kynfærum kvennanna. Konurnar kærðu málið í fyrra og fóru fram á rannsókn. Sögðu þær meðal annars að viðkomandi, sem er enn óþekktur, hefði brotið gegn rétti þeirra til einkalífs. Dómari í bænum, Pablo Munoz Vázqez, ákvað hins vegar að vísa málinu frá og hefur nú staðfest þá ákvörðun. Dómarinn byggði ákvörðun sína á því að þar sem konurnar hefðu pissað á almannafæri hefði sá sem gerði upptökurnar ekki gerst brotlegur við lög. Þá komst hann að þeirri undarlegu niðurstöðu að ekki væri um að ræða ásetning um að brjóta gegn „líkamlegri eða siðferðilegri andstöðu“ kvennanna. Ein þeirra, sem BBC kallar einfaldlega Jenniffer, segir dómarann í raun vera að leggja blessun sína yfir það að upptökur séu gerðar af fólki á almannafæri og tekjur hafðar af því að deila upptökunum á klámsíðum. Niðurstöðu dómarans hefur verið harðlega mótmælt af samtökum sem berjast fyrir jafnrétti. Þá hefur jafnréttisráðherrann Irene Montero kallað athæfið sem um ræðir hreint og klárt kynferðisofbeldi. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Spánn Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Klám Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira