Rauði krossinn: Fjörutíu milljónir til Afganistan Heimsljós 30. september 2021 14:00 Rauði krossinn Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan. Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í vikunni. „Við erum ljómandi ánægð með þann stuðning sem neyðarsöfnunin hefur fengið og ljóst að landsmenn sýna Afgönum og aðstæðum þeirra mikinn skilning. Það höfum við fundið svo skýrt“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Í kjölfar söfnunarinnar sendir Rauði krossinn á Íslandi alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið. Íslensk stjórnvöld styðja líka myndarlega starf Rauða krossins í Afganistan, þar sem þau hafa þegar styrkt alþjóðaráð Rauða krossins um 30 milljónir króna. Sjö milljónir hafa safnast frá almenningi og deildum Rauða krossins og tæpar þrjár milljónir verða nýttar af rammasamningi Rauða krossins við utanríkisráðuneytið. Áhersla verður lögð á heilbrigðisaðstoð sem og að auka fæðuöryggi í landi þar sem miklir þurrkar hafa geisað og aðgengi að matvælum oft takmarkað, mjög lítið eða nánast ekkert. Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan og hægt verður að veita þúsundum Afgana, ef ekki tugþúsundum aðstoð. „Það sýnir okkur svo skýrt að framlag hvers og eins telur og að samtakamáttur okkar hér á Íslandi getur sannarlega haft lífsbjargandi áhrif í fjarlægum löndum eins og núna í Afganistan“, segir Atli að lokum og þakkar landsmönnum, stjórnvöldum og deildum Rauða krossins innilega fyrir stuðninginn við stríðshrjáða í Afganistan. Síðast en ekki síst þakkar Rauði krossinn einnig Mannvinum sem gera samtökunum kleift að bregðast við og halda uppi hjálparstarfi um allan heim á neyðarstundum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent
Neyðarsöfnun Rauða krossins fyrir stríðshrjáða í Afganistan lauk í vikunni. „Við erum ljómandi ánægð með þann stuðning sem neyðarsöfnunin hefur fengið og ljóst að landsmenn sýna Afgönum og aðstæðum þeirra mikinn skilning. Það höfum við fundið svo skýrt“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins. Í kjölfar söfnunarinnar sendir Rauði krossinn á Íslandi alls um 40 milljónir króna til Alþjóðaráðs Rauða krossins sem sinnir lífsbjargandi mannúðaraðstoð í Afganistan og hefur gert um langt skeið. Íslensk stjórnvöld styðja líka myndarlega starf Rauða krossins í Afganistan, þar sem þau hafa þegar styrkt alþjóðaráð Rauða krossins um 30 milljónir króna. Sjö milljónir hafa safnast frá almenningi og deildum Rauða krossins og tæpar þrjár milljónir verða nýttar af rammasamningi Rauða krossins við utanríkisráðuneytið. Áhersla verður lögð á heilbrigðisaðstoð sem og að auka fæðuöryggi í landi þar sem miklir þurrkar hafa geisað og aðgengi að matvælum oft takmarkað, mjög lítið eða nánast ekkert. Fjármagnið frá Íslandi verður nýtt í mjög aðkallandi aðstoð fyrir íbúa í Afganistan og hægt verður að veita þúsundum Afgana, ef ekki tugþúsundum aðstoð. „Það sýnir okkur svo skýrt að framlag hvers og eins telur og að samtakamáttur okkar hér á Íslandi getur sannarlega haft lífsbjargandi áhrif í fjarlægum löndum eins og núna í Afganistan“, segir Atli að lokum og þakkar landsmönnum, stjórnvöldum og deildum Rauða krossins innilega fyrir stuðninginn við stríðshrjáða í Afganistan. Síðast en ekki síst þakkar Rauði krossinn einnig Mannvinum sem gera samtökunum kleift að bregðast við og halda uppi hjálparstarfi um allan heim á neyðarstundum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent