Sú besta í WNBA deildinni kemur frá Bahamaeyjum og spilar fyrir Bosníu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2021 17:00 Jonquel Jones hefur spilað frábærlega með liði Connecticut Sun en er nú komin upp að vegg í úrslitakeppninni í WNBA deildinni. Getty/Scott Taetsch Hún bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017, var valin besti sjötti maðurinn árið 2018 og var svo kosin besti leikmaðurinn í ár. Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005. NBA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira
Jonquel Jones átti frábært tímabil með Connecticut Sun í WNBA deildinni í körfubolta og fékk í gær yfirburðarkosningu sem mikilvægasti leikmaðurinn í deildinni. Jones fékk 48 af 49 atkvæði í fyrsta sætið og alls 487 stig en það eru fjölmiðlafólk sem fjallar um WNBA deildina sem kýs alveg eins og í NBA deildinni. Jonquel Jones balled out this season @HighlightHER 19.4 PPG 11.2 RPG 2.8 APG pic.twitter.com/sBzAL0xYaM— Bleacher Report (@BleacherReport) September 28, 2021 Brittney Griner, miðherji Phoenix Mercury varð í öðru sæti en fékk 263 færri stig. Breanna Stewart hjá Seattle Storm varð þriðja. Jonquel Jones er 27 ára og 198 sentímetra kraftframherji sem kemur fram Bahamaeyjum. Hún var að spila sitt fimmta tímabil í WNNBA-deildinni. Hún er líka landsliðskona Bosníu og spilaði með landsliðinu á Eurobasket í sumar. Þar tók hún meðal annars 24 fráköst í einum leikjanna sem er met í úrslitakeppni EM. Hún hefur verið á mikilli uppleið lengi. Hún var sú sem bætti sig mest allra í WNBA deildinni árið 2017 og var síðan valin besti sjötti maðurinn árið 2018. Nú lék enginn í deildinni mikilvægara hlutverk að mati þeirra sem fylgjast best með deildinni. 2016: Number 6 draft pick 2017: Most Improved Player of the Year 2018: Sixth Woman of the Year 2019: 2nd Career All-Star Selection2021: MVP Remember her name. Jonquel Jones.— Connecticut Sun (@ConnecticutSun) September 28, 2021 Jones var með 19,4 stig, 11,2 fráköst, 2,8 stoðsendingar, 1,26 varin skot og 1,26 stolna bolta að meðaltali í leik en hún var efst í fráköstum í deildinni og í fjórða sæti í stigaskori. Þetta var í þriðja sinn á fimm árum sem hún tekur flest fráköst. Connecticut Sun vann 81 prósent leikja sinna sem er nýtt félagsmet og endaði deildarkeppnina á fjórtán sigurleikjum í röð. Liðið vann alls 26 af 32 leikjum sínum og var með besta árangurinn af öllum liðum deildarinnar. Bosnia-Herzegovina Women s NT player Jonquel Jones wins the #WNBA Regular Season MVP 19.4 PPG, 11.2 RPG, 2.8 APG@ConnecticutSun @jus242 pic.twitter.com/EC9wXqBIXr— BH live (@BHlive_official) September 28, 2021 Sun hefur aldrei orðið WNBA meistari en mætir Chicago Sky í undanúrslitunum úrslitakeppninnar. Fyrsti leikurinn fór fram í nótt og vann Chicago leikinn eftir tvær framlengingar. Jones var með 26 stig og 11 fráköst en það dugði ekki til. Sun þarf því að vinna næstu tvo leiki til að komast í lokaúrslitin. Courtney Vandersloot hjá Chicago Sky bauð upp á þrefalda tvennu en hún var með 12 stig, 10 fráköst og hvorki meira né minna en 18 stoðsendingar sem er met í úrslitakeppninni. Þetta var aðeins önnur þrennan í sögu úrslitakeppni WNBA og hin kom árið 2005.
NBA Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu Sjá meira