„Myndi elska að mæta Íslandi á EM“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 10:00 María Þórisdóttir hefur leikið 51 landsleik fyrir Noreg og skorað tvö mörk. getty/Martin Rose Evrópumót kvenna í fótbolta verður haldið í vöggu fótboltans, Englandi, á næsta ári. Norska landsliðskonan María Þórisdóttir, sem leikur með Manchester United, hefði ekkert á móti því að lenda í riðli með „hinu“ landinu sínu, Íslandi, í riðli á EM. Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi. EM 2021 í Englandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Evrópumótið átti að fara fram á Englandi í sumar en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Mótið fer því fram næsta sumar og verður að öllum líkindum stærsta stórmót í sögu kvennaboltans. Meðal annars verður leikið á Old Trafford, heimavelli United, og úrslitaleikurinn fer fram á sjálfum Wembley. „Ef covid verður ekki held ég að þetta verði eitt af stærstu mótunum frá upphafi. England er eitt besta landið til að halda mót í. Vonandi verður þetta gott með mörgum áhorfendum og góðum liðum. Og vonandi vinnum við þetta,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María hefur auga með hollensku markamaskínunni Vivianne Miedema.getty/Rico Brouwer Hún segir norska liðið stefna hátt og að gera miklu betur á EM 2017. Þar tapaði Noregur öllum þremur leikjum sínum og endaði í neðsta sæti síns riðils. „Það er draumurinn. En það er of snemmt að setja sér markmið núna en við viljum líklega vera meðal þriggja efstu liða. Við viljum gera betur en á EM 2017. Það var svo slæmt,“ sagði María. Eins og alþjóð veit á hún íslenskan föður, Þóri Hergeirsson, og átti möguleika á að spila fyrir íslenska landsliðið. Það norska varð fyrir valinu en María hefur samt enn sterkar taugar til Íslands og væri til í að lenda með liðinu í riðli á EM. Klippa: María Þórisdóttir um EM og Ísland „Ég fylgist með. Það er örugglega hægt að spila við þær á EM. Það er erfitt að spila á móti þeim. Þær berjast í níutíu mínútur. Það er mjög sérstakt og skiptir mig miklu að spila gegn þeim. Þetta er öðruvísi því ég er hálf íslensk. Mér finnst gaman að spila gegn þeim og myndi elska að mæta þeim á EM,“ sagði María sem lék einmitt sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve-mótinu 2015. Á dögunum lék María sinn fimmtugasta landsleik fyrir Noreg. Hún hefur farið á þrjú stórmót með norska landsliðinu; HM 2015 og 2019 og EM 2017. Dregið verður í riðla á EM 28. október. Noregur er í 2. styrkleikaflokki og Ísland í þeim fjórða. Íslendingar og Norðmenn voru saman í riðli á EM 2009 og 2013. Noregur vann 1-0 sigur á EM í Finnlandi 2009 og fjórum árum seinna gerðu liðin 1-1 jafntefli í Hollandi.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Fleiri fréttir Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn