Herra Hnetusmjör og We Are the Champions á trylltri kosningavöku Framsóknar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. september 2021 03:01 Herra Hnetusmjör skemmti Framsóknarfólki í kvöld. Óhætt er að segja að stemmningin hafi verið biluð í kvöld. Vísir/Vilhelm „Við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir við stuðningsmenn Framsóknarflokksins þegar hún ávarpaði partýið skömmu eftir miðnætti. „Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur. Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Til hamingju með kvöldið.“ Lilja Alfreðsdóttir fylgist með partýinu á Grandagarði.Vísir/Vilhelm Troðfullt var út úr húsi á kosningarvöku Framsóknarflokksins úti á Granda í kvöld. Færri komust að en vildu og var hópur fólks fyrir utan sem beið í von um að einhverjir færu heim og pláss gæti myndast. Einhverjir voru svo svekktir yfir því að fá ekki að fara inn að þeir reyndu að rífast við dyravörðinn, án árangurs enda var hún grjóthörð. Unga fólkið djammaði hjá Framsókn.Vísir/Vilhelm Allt ætlaði að verða vitlaust þegar rapparinn Herra Hnetusmjör steig á svið og tók nokkur lög. Gólfið nötraði og fólk dansaði eins og enginn væri morgundagurinn. Meðalaldurinn var mun lægri en í öðrum kosningapartýum. Lilja og Ásmundur stigu á svið á eftir Herra Hnetusmjör.Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir stóð fremst við sviðið og tók myndbönd af rapparanum og stuðningsfólkinu og brosti út að eyrum. Hér fyrir neðan má sjá stutt myndband sem sýnir stemninguna í kosningavöku Framsóknar skömmu eftir miðnætti. Klippa: Herra Hnetusmjör á kosningavöku Framsóknar Stuðningsmenn voru í faðmlögum og sungu saman lög eins og We Are The Champions og öskruðu svo „Reykjavík er okkar, já hún er okkar...“ Elín Guðmunds ljósmyndari Vísis náði þessu skemmtilega myndbandi af sáttum Framsóknarmönnum. Klippa: Sigurvíma á kosningavöku Framsóknar Um eitt var enn verið að bera inn bala fulla af ísmolum og ljóst að hópurinn ætlaði að halda áfram fram á nótt. Undirrituð heimsótti allar tíu kosningavökurnar í Reykjavík og var stemningin í Framsókn var áberandi best. Hópurinn fagnaði með miklum látum í hvert einasta skipti sem nýjar tölur bárust og var ljóst að stuðningsmenn Framsóknar voru í skýjunum með niðurstöður kosninganna. „Njótið kvöldsins, takk kærlega fyrir ykkur,“ sagði Ásmundur Einar þakklátur.
Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13 Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59 Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18 „Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Kosningapartý á Nesinu sem verður seint toppað Logi Ágústs, Glúmur og Lilja í epísku kosningapartý á Seltjarnarnesinu? Ekki alveg en einhver hefði þó látið blekkjast. Hressir vinir blésu til partýs í tilefni kosninga þar sem allir klæddu sig upp sem þingmenn og voru í banastuði. 26. september 2021 02:13
Konur í meirihluta á Alþingi í fyrsta sinn? Eins og sakir standa eru fleiri konur en karlar inni á þingi. Ef kynjahlutföllin haldast óbreytt verður þetta í fyrsta sinn sem konur eru í meirihluta á Alþingi. 26. september 2021 01:59
Ásmundur inni í fyrstu tölum: „Takk Reykjavík“ Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður, nær inn á þing miðað við fyrstu tölur úr kjördæminu. 26. september 2021 00:18
„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25. september 2021 23:20