Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 19:55 Aukinn kraftur er í eldgosinu á La Palma. AP Photo/Jonathan Rodriguez Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. Þúsund íbúum bæjanna Tajuya, Tacande de Abajo og Tacande de Arriba var í dag gert að yfirgefa heimili sín vegna aukinnar virkni í eldfjallinu. Frá upphafi eldgossins á sunnudag hafa meira en 350 heimili orðið glóandi hrauninu að bráð. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Nú leggur þyggan reykmökk og ösku frá eldfjallinu sem teygir sig um fjóra kílómetra upp í loftið. Aflýsa þurfti fjölda flugferða í dag til og frá flugvellinum á eyjunni. Enginn hefur farist vegna gossins að því er best er vitað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins muni lýsa yfir neyðarástandi á eyjunni í næstu viku. Þá hafa yfirvöld á Kanaríeyjum þegar kynnt að fólk sem hafi misst heimili sín muni fá fjárhagsaðstoð. Um 80 þúsund manns búa á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja. Síðast gaus á eyjunni fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1971. Jarðvísindamenn eru óvissir um hvað gosið muni vara lengi en fyrri gos á eyjunni hafa varað á milli 24 og 84 daga. Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21. september 2021 14:30 Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Þúsund íbúum bæjanna Tajuya, Tacande de Abajo og Tacande de Arriba var í dag gert að yfirgefa heimili sín vegna aukinnar virkni í eldfjallinu. Frá upphafi eldgossins á sunnudag hafa meira en 350 heimili orðið glóandi hrauninu að bráð. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Nú leggur þyggan reykmökk og ösku frá eldfjallinu sem teygir sig um fjóra kílómetra upp í loftið. Aflýsa þurfti fjölda flugferða í dag til og frá flugvellinum á eyjunni. Enginn hefur farist vegna gossins að því er best er vitað. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti í dag að ríkisstjórn landsins muni lýsa yfir neyðarástandi á eyjunni í næstu viku. Þá hafa yfirvöld á Kanaríeyjum þegar kynnt að fólk sem hafi misst heimili sín muni fá fjárhagsaðstoð. Um 80 þúsund manns búa á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja. Síðast gaus á eyjunni fyrir fimmtíu árum síðan, árið 1971. Jarðvísindamenn eru óvissir um hvað gosið muni vara lengi en fyrri gos á eyjunni hafa varað á milli 24 og 84 daga.
Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21. september 2021 14:30 Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21
Bullsjóðandi sundlaugar og húsþök sem gægjast út úr hrauninu Um sex þúsund íbúar af þeim áttatíu þúsund sem búa á eyjunni La Palma þar sem eldgos hófst á sunnudaginn hafa þurft að flýja heimili sín vegna gossins. Myndir og myndbönd sýna hvernig þykkur hraunstraumurinn hefur mulið allt það sem fyrir verður undir sig. 21. september 2021 14:30
Óhætt að fara til Tenerife þrátt fyrir gos á La Palma „Það er alveg óhætt fyrir fólk að fara á Tenerife,“ segir Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, í samtali við Vísi hvort óhætt sé að ferðast til Tenerife á meðan gosið á La Palma stendur yfir. 21. september 2021 10:23