Stóðu í skugganum en tæpar tvær milljónir sáu þær mæta Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 07:30 Hollenska landsliðið var nokkuð sannfærandi gegn Íslandi á Laugardalsvelli á þriðjudag og vann 2-0 sigur. vísir/hulda margrét Einn af vitnisburðum þess hvernig knattspyrnu kvenna hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum er snaraukinn áhugi Hollendinga á kvennalandsliði sínu sem mætti Íslandi í vikunni. Þrátt fyrir að Holland teljist ein af stórþjóðum knattspyrnusögunnar þá var áhugi á hollenska kvennalandsliðinu afar takmarkaður fyrir ekki meira en áratug síðan. Þá var liðið þó oftast í 14. sæti heimslistans eða þar um bil og komst í undanúrslit á EM 2009. Þegar Holland mætti Íslandi í undankeppni HM á þriðjudaginn, á Laugardalsvelli, fylgdust hins vegar 1,8 milljón manns með beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þeir áhorfendur ættu að hafa verið ánægðir með úrslitin; 2-0 sigur Hollendinga. Þessar áhorfstölur ríma ágætlega við áhugann á hollenska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þar sem liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum. Um 2,4 milljónir sáu leikinn við Bandaríkjunum, segir Emma Coolen sem hefur fjallað um hollenska kvennalandsliðið og fylgdi því meðal annars eftir á HM 2019. | TV viewers in The Netherlands for recent @oranjevrouwen games:Olympicsvs Zambia 1.5Mvs @USWNT 2.4M@FIFAWWC qualifiersvs @footballiceland 1.8MWhile just decade ago, most of the general public didn't know we even had a women's national team.Proud. pic.twitter.com/fdKGjlT7mW— Emma Coolen (@emmacoolen24) September 23, 2021 Hollenski hópurinn sló í gegn á heimavelli á EM 2017 og landaði þar Evrópumeistaratitlinum, og sá árangur festi leikmennina endanlega í sessi sem stjörnur í heimalandinu sem fylgst er með í sjónvarpi. Uppgangurinn var því hraður eftir að Holland féll úr leik í riðlakeppni EM árið 2013, eftir skallamark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 tapi gegn Íslandi. Þá voru stjörnur samtímans á borð við Lieke Martens, Daniëlle van de Donk og Sherida Spitse byrjaðar að gera sig gildandi í hollenska liðinu. Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum á heimavelli árið 2017.Getty Liðið hefur verið með á öllum stórmótum síðan þá, fyrir utan Ólympíuleikana 2016, og í hópinn hafa bæst stjörnur á borð við markamaskínuna Vivianne Miedema úr Arsenal og Jackie Groenen, miðjumann Manchester United, sem skoraði glæsimark gegn Íslandi, auk fleiri. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01 Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24 Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Þrátt fyrir að Holland teljist ein af stórþjóðum knattspyrnusögunnar þá var áhugi á hollenska kvennalandsliðinu afar takmarkaður fyrir ekki meira en áratug síðan. Þá var liðið þó oftast í 14. sæti heimslistans eða þar um bil og komst í undanúrslit á EM 2009. Þegar Holland mætti Íslandi í undankeppni HM á þriðjudaginn, á Laugardalsvelli, fylgdust hins vegar 1,8 milljón manns með beinni útsendingu í hollenska sjónvarpinu. Þeir áhorfendur ættu að hafa verið ánægðir með úrslitin; 2-0 sigur Hollendinga. Þessar áhorfstölur ríma ágætlega við áhugann á hollenska liðinu á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar þar sem liðið féll úr keppni í 8-liða úrslitum eftir vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum. Um 2,4 milljónir sáu leikinn við Bandaríkjunum, segir Emma Coolen sem hefur fjallað um hollenska kvennalandsliðið og fylgdi því meðal annars eftir á HM 2019. | TV viewers in The Netherlands for recent @oranjevrouwen games:Olympicsvs Zambia 1.5Mvs @USWNT 2.4M@FIFAWWC qualifiersvs @footballiceland 1.8MWhile just decade ago, most of the general public didn't know we even had a women's national team.Proud. pic.twitter.com/fdKGjlT7mW— Emma Coolen (@emmacoolen24) September 23, 2021 Hollenski hópurinn sló í gegn á heimavelli á EM 2017 og landaði þar Evrópumeistaratitlinum, og sá árangur festi leikmennina endanlega í sessi sem stjörnur í heimalandinu sem fylgst er með í sjónvarpi. Uppgangurinn var því hraður eftir að Holland féll úr leik í riðlakeppni EM árið 2013, eftir skallamark Dagnýjar Brynjarsdóttur í 1-0 tapi gegn Íslandi. Þá voru stjörnur samtímans á borð við Lieke Martens, Daniëlle van de Donk og Sherida Spitse byrjaðar að gera sig gildandi í hollenska liðinu. Hollendingar fagna Evrópumeistaratitlinum á heimavelli árið 2017.Getty Liðið hefur verið með á öllum stórmótum síðan þá, fyrir utan Ólympíuleikana 2016, og í hópinn hafa bæst stjörnur á borð við markamaskínuna Vivianne Miedema úr Arsenal og Jackie Groenen, miðjumann Manchester United, sem skoraði glæsimark gegn Íslandi, auk fleiri.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01 Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24 Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04 Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Sjá meira
Margar lofandi sóknir á móti Evrópumeisturunum en vantaði skotin: Myndir Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hóf undankeppni HM 2023 á 2-0 tapi á heimavelli en það fylgir sögunni að þar fóru Evrópumeistarar Hollands sem var einnig silfurliðið á síðasta heimsmeistaramóti. 21. september 2021 22:01
Glódís: „Við erum í séns og við eigum að nýta þessi hálffæri sem við fáum betur“ Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins, segist vera stolt af liðsfélögum sínum eftir 2-0 tap gegn því hollenska. Hún segir enn fremur að liðið geti dregið mikinn lærdóm af leiknum og að þær verði að nýta þau tækifæri sem gefast. 21. september 2021 21:24
Einkunnir Íslands: Dísirnar náðu mestu flugi í Dalnum Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta komst ágætlega frá sínu í leiknum við Evrópumeistara Hollands á Laugardalsvelli í kvöld. Niðurstaðan varð þó 2-0 tap. 21. september 2021 21:04
Umfjöllun: Ísland - Holland 0-2 |Evrópumeistararnir of stór biti Ísland hóf undankeppni HM kvenna í fótbolta á 2-0 tapi gegn besta liði C-riðils, Evrópumeisturum Hollands, á Laugardalsvelli í kvöld. 21. september 2021 21:26