Óstöðugar rafhlöður í Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. september 2021 07:01 Opel Ampera-e Rafbílarnir Opel Ampera-e og Chevrolet Bolt hafa verið að valda vandræðum. Þær eru að sögn „óstöðugar“. Það þýðir að gæta þarf að hvernig gengið er um rafhlöðurnar annars getur kviknað í þeim. Fréttin hefur verið uppfærð eftir samtal við Benedikt Eyjólfsson, forstjóra Bílabúðar Benna sem er umboðsaðili Opel á Íslandi. Rafhlöðurnar eru framleiddar af LG Chem, kóreska rafhlöðuframleiðandanum. Á vef FÍB er sagt frá því að eigendur þessara bíla hafi fengið margar tilkynningar og viðvaranir frá General Motors, framleiðanda bílanna. Þessar tilkynningar og viðvaranir snúa að miklu leyti að því hvernig eigi að umgangast rafhlöðurnar þannig að ekki stafi hætta af. Ekki má hlaða þær meira meira en í 90% af fullri hleðslu. Ekki tæma rafhlöðurnar við akstur heldur eiga um 110-120 kílómetra eftir af drægni. Þá má ekki hlaða þá innanhúss næturlangt, ef þeir eru hlaðnir innanhúss skal fylgjast með þeim á meðan og færa þá út eftir hleðslu. Opel Ampera-e. Nýjasta vendingin er að ekki megi leggja bílunum innan um aðra bíla og að halda verði 15 metra fjarlægð og gæta verði að fjarlægð í þakhæðum bílastæðahúsa. Það er gert svo hugsanlegt tjón af völdum bruna sé sem allra minnst. Ekki verður annað séð en að þessir bílar verði ill nothæfir ef ekki má leggja þeim innan um aðra bíla eða ganga á rafhlöðurnar meira en svo að rúmlega 100 km skulu ávallt vera eftir af rafhlöðunni. Uppgefin drægni fyrir Ampera-e er um 520 km, það er því verið að óska eftir að notendur noti aldrei um það bil síðustu 20% rafhlaðanna. „Vandamálið er líklegra til að eiga sér stað í eldri árgerðum, en bílarnir sem fluttir hafa verið til Íslands eru flestir 2019 árgerð og yngri,“ sagði Benedikt Eyjólfsson forstjóri Bílabúðar Benna, umboðsaðila Opel og Chevrolet á Íslandi í samtali við Vísi. Bílabúð Benna hefur rætt við framleiðandann um hugsanlegar bætur fyrir eigendur þessara bíla. Eins hefur Bílabúð Benna inkallað alla viðeigandi bíla og stillt þá þannig að hleðslan fari aldrei upp fyrir 90% í varúðarskyni. „Það er hafið ferli í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem eigendum þessara bíla er boðið að láta skipta um rafhlöðu í bílnum sér að kostnaðarlausu. Nýja rafhlaðan er meiri drægi og með átta ára ábyrgð frá ísetningu,“ bætti Benedikt við. Vistvænir bílar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent
Fréttin hefur verið uppfærð eftir samtal við Benedikt Eyjólfsson, forstjóra Bílabúðar Benna sem er umboðsaðili Opel á Íslandi. Rafhlöðurnar eru framleiddar af LG Chem, kóreska rafhlöðuframleiðandanum. Á vef FÍB er sagt frá því að eigendur þessara bíla hafi fengið margar tilkynningar og viðvaranir frá General Motors, framleiðanda bílanna. Þessar tilkynningar og viðvaranir snúa að miklu leyti að því hvernig eigi að umgangast rafhlöðurnar þannig að ekki stafi hætta af. Ekki má hlaða þær meira meira en í 90% af fullri hleðslu. Ekki tæma rafhlöðurnar við akstur heldur eiga um 110-120 kílómetra eftir af drægni. Þá má ekki hlaða þá innanhúss næturlangt, ef þeir eru hlaðnir innanhúss skal fylgjast með þeim á meðan og færa þá út eftir hleðslu. Opel Ampera-e. Nýjasta vendingin er að ekki megi leggja bílunum innan um aðra bíla og að halda verði 15 metra fjarlægð og gæta verði að fjarlægð í þakhæðum bílastæðahúsa. Það er gert svo hugsanlegt tjón af völdum bruna sé sem allra minnst. Ekki verður annað séð en að þessir bílar verði ill nothæfir ef ekki má leggja þeim innan um aðra bíla eða ganga á rafhlöðurnar meira en svo að rúmlega 100 km skulu ávallt vera eftir af rafhlöðunni. Uppgefin drægni fyrir Ampera-e er um 520 km, það er því verið að óska eftir að notendur noti aldrei um það bil síðustu 20% rafhlaðanna. „Vandamálið er líklegra til að eiga sér stað í eldri árgerðum, en bílarnir sem fluttir hafa verið til Íslands eru flestir 2019 árgerð og yngri,“ sagði Benedikt Eyjólfsson forstjóri Bílabúðar Benna, umboðsaðila Opel og Chevrolet á Íslandi í samtali við Vísi. Bílabúð Benna hefur rætt við framleiðandann um hugsanlegar bætur fyrir eigendur þessara bíla. Eins hefur Bílabúð Benna inkallað alla viðeigandi bíla og stillt þá þannig að hleðslan fari aldrei upp fyrir 90% í varúðarskyni. „Það er hafið ferli í Evrópu og Bandaríkjunum þar sem eigendum þessara bíla er boðið að láta skipta um rafhlöðu í bílnum sér að kostnaðarlausu. Nýja rafhlaðan er meiri drægi og með átta ára ábyrgð frá ísetningu,“ bætti Benedikt við.
Vistvænir bílar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent