Forseti Barcelona að missa þolinmæðina á Koeman Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. september 2021 16:30 Ólíklegt þykir að Ronald Koeman verði mikið lengur í starfi knattspyrnustjóra Barcelona. getty/Urbanandsport Joan Laporta, forseti Barcelona, viðurkennir að hann sé að missa þolinmæðina á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra liðsins. Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi. Spænski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Blaðamannafundur Koemans í gær var afar sérstakur. Hann settist niður, las upp yfirlýsingu og gekk svo út án þess að svara einni einustu spurningu. Laporta vissi ekki af þessum fyriráætlunum Koemans fyrr en rétt fyrir fundinn. „Við fundum út á síðustu stundu að hann ætlaði að lesa upp yfirlýsingu. Hann þarf að mæta á blaðamannafundi en er frjálst að gera það sem hann vill á þeim. Við virðum ákvörðun hans en við og fyrirliðar liðsins fréttum af þessu á síðustu stundu,“ sagði Laporta við Sport. Hann svaraði játandi er hann var spurður hvort þolinmæðin gagnvart Koeman væri á þrotum. „Já, að sjálfsögðu,“ svaraði Laporta. Hann réði ekki Koeman heldur forveri hans í starfi, Josep Maria Bartomeu. Samband þeirra Koemans og Laportas er ekki gott og talið er líklegt að Hollendingurinn verði látinn fara frá Barcelona fyrr en seinna. Barcelona mætir Cádiz í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Börsungar hafa farið rólega af stað á tímabilinu og eru með átta stig eftir fjóra leiki í spænsku deildinni og steinlágu fyrir Bayern München, 0-3, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu. Í síðasta leik sínum gerði Barcelona 1-1 jafntefli við Granada. Það þótti til marks um ástandið hjá Barcelona að Koeman setti miðvörðinn Gerard Pique í fremstu víglínu á lokakafla leiksins og Börsungar dældu boltanum inn í vítateig Granada á hann og Luuk de Jong. Það skilaði allavega jöfnunarmarki en Ronald Araújo skoraði með skalla á lokamínútunni eftir sendingu frá hinum sautján ára Gavi.
Spænski boltinn Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira