Lífið

Ís­lenskur sigur­vegari í loft­lags­mála­ljós­mynda­keppni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mynd Írisar vann ungmennaverðlaun í keppninni Climate Change PIX á vegum EEA.
Mynd Írisar vann ungmennaverðlaun í keppninni Climate Change PIX á vegum EEA. Íris Lilja Jóhannsdóttir

Ljósmyndarinn Íris Lilja Jóhannsdóttir var að vinna verðlaun fyrir ljósmyndaverk sitt Sweet distruction í ljósmyndakeppni á vegum Umhverfisstofnunar Evrópu. 

Sex myndir voru verðlaunaðar í keppninni og ljósmynd Írisar var valin sú besta í flokki ungmenna. Keppnin kallast Climate Change PIX.

Mynd Írisar Lilju, Sæt tortíming eða Sweet destruction, hefur ótrúlega sterkan boðskap. 

„Mig langar að sýna fólki hvað við erum að gera við jörðina, með einfaldri myndlíkingu. Við erum að sleikja upp jörðina og fallegu auðlindir hennar, alveg eins og ís. Njótum fallegu og sætu jarðarinnar okkar á ábyrgan hátt,“ segir Íris Lilja um myndina sína. 

Íris vann samkeppni á vegum Landverndar fyrr á þessu ári með þessari mynd. Í vetur bauðst ungu fólki í grunn- og framhaldsskólum að taka þátt í samkeppni á vegum Landverndar um bestu umhverfisfréttirnar. Mynd Írisar lilju varð í fyrsta sæti í flokki framhaldsskólanema en hún tók þátt sem nemandi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. 

Í umsögn dómnefndar sagði þá: 

Ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Þessi listræna nálgun á hækkandi hitastig jarðar og neysluhyggju okkar grípur strax augað og vekur mann til umhugsunar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.