Hverjar mæta Evrópumeisturunum í roki og rigningu í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2021 08:01 Íslenska liðið lék síðast í júní þegar það mætti Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum og vann þá báða. vísir/Hulda Margrét Ísland mætir Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld í leik sem gæti ráðið miklu um möguleika íslenska liðsins á að komast í fyrsta sinn á HM kvenna í fótbolta. Þorsteinn Halldórsson getur teflt fram sterku byrjunarliði. Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira
Það er útlit fyrir allhvassan vind og skúri í Laugardalnum í kvöld þegar flautað verður til leiks í þessum fyrsta leik Íslands í nýrri undankeppni HM. Evrópumeistarar Hollands mæta hungraðir í sigur eftir óvænt 1-1 jafntefli við Tékkland á föstudaginn. Ísland er með sitt sterkasta lið að mestu leyti ef undan er skilin sú staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir er í barneignaleyfi og þær Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir meiddar. Vísir veltir í dag upp mögulegu byrjunarliði í leiknum sem hefst klukkan 18.45, og telur að það muni líta svona út: Ísland (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir – Ingibjörg Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir – Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir – Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Sveindís Jane Jónsdóttir ætti að vera full sjálfstrausts eftir glæsimark í síðasta leik með Kristianstad í Svíþjóð.vísir/Hulda Margrét Mark: Miðað við orð landsliðsþjálfarans má ætla að Sandra byrji í markinu eftir gott tímabil með Íslandsmeisturum Vals. Hún er langreynslumesti markvörður hópsins en hin 18 ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir hefur verið að gera sig gildandi í sænsku úrvalsdeildinni og var í úrvalsliði síðustu umferðar. Vörn: Elísa Viðarsdóttir er eini eiginlegi hægri bakvörðurinn í hópnum en nú þegar Sif Atladóttir er mætt aftur eftir barneignir, og að spila vel með Kristianstad í Svíþjóð, tippum við á að Sif komi inn í miðja vörnina og að Ingibjörg fari í stöðu hægri bakvarðar. Guðný Árnadóttir, sem er á toppi ítölsku deildarinnar með AC Milan, gæti einnig leyst hlutverk hægri bakvarðar og þær Glódís og Ingibjörg áfram verið miðvarðapar liðsins. Hallbera eða Harvard-neminn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir byrja í stöðu vinstri bakvarðar. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir verður með fyrirliðabandið í dag.vísir/Hulda Margrét Miðja: Alexandra hefur komið inn á í fyrstu þremur leikjum Frankfurt á tímabilinu en liðið hefur unnið þá alla og er í toppbaráttunni í Þýskalandi. Hún verður væntanlega öftust á miðjunni með reynsluboltana Dagnýju Brynjarsdóttur og Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur þar fyrir framan. Gunnhildur Yrsa er fastamaður í einu besta liði Bandaríkjanna, Orlando Pride, og Dagný lék allan leikinn fyrir West Ham í 1-1 jafntefli gegn Aston Villa í síðustu umferð í ensku úrvalsdeildinni. Sókn: Agla María Albertsdóttir gæti hæglega verið í byrjunarliðinu eftir frábært tímabil með Breiðabliki, og það er spurning hvort að hin 17 ára Amanda Andradóttir fái sínar fyrstu mínútur með A-landsliðinu. Elín Metta er ekki til taks vegna meiðsla en ætla má að Berglind Björg Þorvaldsdóttir, sem nú leikur með Hammarby í Svíþjóð, fái tækifæri á toppnum. Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir verða líklega á köntunum en Sveindís skoraði mark síðustu umferðar í sænsku úrvalsdeildinni með glæsilegum hætti á meðan að Karólína á eftir að spila sínar fyrstu mínútur með stórliði Bayern München á þessu tímabili.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir „Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01 „Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00 Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Sjá meira
„Tel mjög líklegt að við skorum mörk á móti þeim“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, segir að sóknarfæri séu fyrir hendi gegn Hollandi. 20. september 2021 15:01
„Vonandi verður þetta bara passlegt, gott, íslenskt veður“ Veðrið er Þorsteini Halldórssyni, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, ekki efst í huga fyrir leikinn gegn Hollandi í undankeppni HM 2023 annað kvöld. 20. september 2021 13:00
Valdi Ísland fram yfir Noreg eftir símtalið við Þorstein „Ég er alla vega að fara í þetta verkefni þannig að þá er ég búin að velja Ísland,“ segir knattspyrnukonan efnilega Amanda Andradóttir sem var í vikunni valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn. Hún gat valið á milli Noregs og Íslands en kaus bláu treyjuna. 10. september 2021 08:31