Hláturinn bergmálaði um allt Borgarleikhúsið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. september 2021 14:30 Högni, Alma, Joey Christ og Kári voru spennt fyrir frumsýningunni. Joey, sem heitir fullu nafni Jóhann Kristófer Stefánsson, er sviðshönnuður sýningarinnar. Vísir/Elín Guðmunds Leikverkið Þétting hryggðar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi Verkið er brjálæðislega hnyttið, skemmtilegt og um fram allt vel leikið. Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Þekktir einstaklingar eins og Dagur B. Eggertsson, Gísli Marteinn Baldursson og Hjálmar Sveinsson eru teknir fyrir í verkinu og var því einstaklega skondið að sjá þá alla þrjá úti í sal á frumsýningunni. Stemmningin í Borgarleikhúsinu var virkilega góð og var mikið hlegið. Reykjavíkurgrínið hitti algjörlega í mark en handritshöfundur er uppistandarinn og rithöfundurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA. Með aðalhlutverk í sýningunni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Rakel Ýr Stefánsdóttir og Jörundur Ragnarsson. Leikstjóri er Una Þorleifsdóttir. Vala Kristín Eiríksdóttir leikur húsmóður úr Hlíðunum í sýningunni. Hún er vinsæl og glöð á Instagram en þar er samt ekki allt sem sýnist.Vísir/Elín Guðmunds „Húsmóðir úr Hlíðunum, arkítekt úr Vesturbænum, unglingur úr Breiðholti og iðnaðarmaður úr Grafarvogi eru læstir inni í fundarherbergi í Borgartúninu af öryggisástæðum. Þau deila um skipulagsmál, Dominos og hverjum er raunverulega hægt að kenna um allt sem er að. Ef byggðin er of þétt, þá heyrum við tómahljóðið í hjörtum nágranna okkar og þá er erfiðara að sofna á kvöldin. Þar liggur vandinn,“ segir um sýninguna. Jörundur Ragnarsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson slaka á fyrir frumsýninguna í gær.Vísir/Elín Guðmunds „Við erum öll einbýlishús, jólaskrautið uppi og öll ljós kveikt, ein upp á hól og enginn veit hvað er að gerast inni,“ er setning sem sat í blaðamanni eftir að þriðja uppklappi kvöldsins var lokið og ljósin voru kveikt. Rakel Ýr Stefánsdóttir fer á kostum sem unglingur úr Breiðholti.Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá frumsýningarkvöldinu. Hulda María Einarsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir Borgarleikhússtjóri, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Arna Dögg Einarsdóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir myndlistakona skemmtu sér vel.Vísir/Elín Guðmunds Frú Vigdís Finnbogadóttir mætti á frumsýninguna.Vísir/Elín Guðmunds Guðrún Ágústsdóttir fyrrverandi forseti borgarstjórnar, Silja Aðalsteinsdóttir ritstjóri, Dagný Kristjánsdóttir prófessor Emerita og Helga Birgisdóttir aðjúkt við Háskóla ÍslandsVísir/Elín Guðmunds Jörundur Ragnarsson er fullkominn í hlutverki hjólandi arkitekts úr Vesturbænum. Söngröddin hans fær svo sannarlega að njóta sín í sýningunni sem var bæði óvænt og skemmtilegt.Vísir/Elín Guðmunds Una Lorenzen og Eva SnorradóttirVísir/Elín Guðmunds Sveinn Ólafur Gunnarsson er kostulegur í þessari sýningu frá byrjun til enda. Áhorfendur emjuðu úr hlátri yfir töktum hans á sviðinu, enda virkilega skemmtilega skrifað verk.Vísir/Elín Guðmunds Þórunn Sigurðardóttir, Kristín Eysteinsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og frú Vigdís Finnbogadóttir.Vísir/Elín Guðmunds Kristín Ögmundsdóttir, framkvæmdastjóri Borgarleikhússins, og Katrín Gústavsdóttir verkefnastjóri fjármála hjá Borgarleikhúsinu.Vísir/Elín Guðmunds
Samkvæmislífið Leikhús Tengdar fréttir Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04 Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02 Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Bó sá sjálfan sig loksins á sviði í Borgarleikhúsinu í gær Björgvin Halldórsson mætti á sýningu á Níu líf í Borgarleikhúsinu gær. Hann gat því loksins hitt sjálfan sig þar sem Halldór Gylfason fer með hlutverk Bó í sýningunni. 10. september 2021 14:04
Rómeó og Júlía í mótun fram á lokastundu fyrir frumsýningu Um helgina var frumsýnt verkið Rómeó og Júlía í Þjóðleikhúsinu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Um er að ræða einstaka uppsetningu á þessu fræga verki og nær Þorleifur algjörlega að setja sinn svip á sýninguna. 6. september 2021 18:02
Þakið ætlaði af Gamla bíói á frumsýningu Hlið við hlið Í gær var söngleikurinn Hlið við hlið frumsýndur í Gamla bíói. Hlið við hlið er söngleikur með lögum þjóðþekkta listamannsins Friðriks Dórs Jónssonar, leikstýrt af Höskuldi Þór Jónssyni. 28. ágúst 2021 15:31