María var heiðruð fyrir leik og fékk blómvönd. Hún lék allan leikinn í vörn norska liðsins en hefur oft þurft að hafa meira fyrir hlutunum en í gær.
50 games for Norway! I m so proud Hopefully many more to come #sterkeresammen pic.twitter.com/IdOpOqjw1k
— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) September 16, 2021
María er dóttir Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta, og Kirsten Gaard sem er norsk. Foreldrar Maríu voru á Ullevaal vellinum í Osló í gær og hún birti skemmtilega mynd af þeim á Twitter í gær.
Proud to have reached 50 caps for Norway. Even prouder that my mum and dad could be there and watch Hopefully many more to come #sterkeresammen pic.twitter.com/CxBMC10aZu
— Maria Thorisdottir (@MariaThorisdott) September 17, 2021
Það var kannski viðeigandi að María lék sinn fyrsta landsleik gegn Íslandi á Algarve mótinu 2015. Noregur vann leikinn, 1-0.
María lék með norska landsliðinu á HM 2015 og 2019 og EM 2017. Að öllu óbreyttu verður hún svo í norska liðinu á EM á Englandi á næsta ári.
Í landsleikjunum fimmtíu hefur María skorað tvö mörk, gegn Skotlandi í vináttulandsleik 2018 og gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2019.
Seinni leikur Noregs í þessari landsleikjahrinu er gegn Kósóvó á útivelli á þriðjudaginn.