Gummi ræddi við Henderson: „Ótrúlega gott að fá þá aftur“ Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2021 13:00 Jordan Henderson í viðtali eftir sigurinn góða í gærkvöld. Getty/Alex Livesey Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, ræddi við Guðmund Benediktsson á Anfield í gærkvöld eftir að hafa tryggt sínu liði 3-2 sigur á AC Milan í bráðfjörugum fyrsta leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta á þessari leiktíð. Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“ Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Liverpool hóf leikinn af krafti og komst í 1-0 en missti gestina fram úr sér á lokakafla fyrri hálfleiks. Staðan í hléi var 2-1 Milan í vil og Guðmundur spurði Henderson hvað hefði farið úrskeiðis á þeim kafla: „Við lentum í fáeinum vandamálum í leiknum. Það var of mikið pláss á milli „línanna“ og slíkt, sem við ræddum um í hálfleik. Við gerðum fáein mistök og okkur var refsað, á þeim kafla, sem voru vonbrigði en heilt yfir fannst mér við spila virkilega vel, sérstaklega fyrstu 30 mínúturnar. Það hvernig við brugðumst við í seinni hálfleik var virkilega gott – við vissum að við hefðum 45 mínútur til að ná fram sigri – og mér fannst við höndla leikinn mjög vel. Við getum verið mjög ánægðir með frammistöðuna og auðvitað úrslitin líka, og reynum að læra af þessum 10-15 mínútum fyrir hálfleik.“ Klippa: Henderson í viðtali við Gumma Ben Klopp reyndi að bregðast við fyrir markið Guðmundur tók eftir því að Jürgen Klopp kallaði á Henderson rétt áður en jöfnunarmark Milan kom: „Ég held að stjórinn hafi séð það, og við fundum það, að eitthvað var ekki alveg eins og það átti að vera. Því miður náðum við ekki tökum á því þessar síðustu 10-15 mínútur í fyrri hálfleik, og var refsað, en við ræddum þetta nánar í hléinu og það hjálpaði okkur fyrir seinni hálfleikinn. Við náðum tveimur mörkum og höfðum fína stjórn á leiknum,“ sagði Henderson. Nú þegar kórónuveirufaraldurinn er í rénun mega áhorfendur fylla Anfield að nýju og Henderson brosti aðspurður hvernig honum liði með það: „Stórkostlega. Það er langt síðan við fengum Evrópukvöld á Anfield með stuðningsmönnum. Það var ótrúlega gott að fá þá aftur. Þetta breytir fótboltanum svo mikið og megi þetta vara sem lengst.“
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30 Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00 Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31 Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Sjá meira
Ólafur naut sín í botn á Anfield: Fólkið hér skilur fótboltann „Það er engu logið um stemninguna á Anfield á Evrópukvöldum,“ sagði Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, sem naut þess í botn að vera á Anfield í gærkvöld og sjá Liverpool vinna AC Milan í Meistaradeild Evrópu. 16. september 2021 10:30
Crouch um sigurmark Henderson í gær: Þetta var svo mikið eins og Gerrard Peter Crouch líkti Jordan Henderson við Steven Gerrard eftir að núverandi fyrirliði Liverpool liðsins tryggði liði sínu 3-2 sigur á AC Milan í Meistaradeildinni á Anfield í gær. 16. september 2021 09:00
Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. 15. september 2021 22:31
Fyrirliðinn hetjan er Liverpool hóf Meistaradeildina á sigri Liverpool tók á móti AC Mílan á Anfield í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun en glæsimark fyrirliðans Jordan Henderson sá til þess að Liverpool fór með 3-2 sigur af hólmi. 15. september 2021 21:00