Guðni hefur stýrt Tindastóli síðustu fjögur tímabil, fyrst í samstarfi við Jón Stefán Jónsson og svo með Óskari Smára Haraldssyni í sumar.
Guðni og Jón Stefán komu Tindastóli upp í 1. deild árið 2018 og svo upp í sjálfa Pepsi Max-deildina í fyrra þegar Tindastóll vann næstefstu deildina.
Stólarnir urðu hins vegar að sætta sig við fall aftur niður í 1. deild en örlög þeirra réðust ekki fyrr en á lokadegi mótsins, á sunnudaginn.