Egill fékk að velja þema þáttarins og þar sem hann valdi Tenerife settu þeir á þennan strandarbakgrunn og klæddu sig í skyrtur.
Hlustendur FM95BLÖ og BLÖKASTSINS vita að Steindi hefur farið óvenju oft í Covid próf. Hann má varla hnerra og þá er hann farinn í próf svo strákunum datt í hug að testa hann í þættinum þar var eitthvað slappur. Taka skal fram að Steindi hefur aldrei greinst með Covid.
Í meðfylgjandi klippu má sjá þá Egil og Auðunn taka Covid-19 heimapróf á Steinda. Þátturinn er kominn út og geta áhorfendur horft á hann í heild sinni á vef Tal hér á Vísi.

Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.