Zlatan spilaði með AC Milan um helgina og skoraði þá á móti Lazio. Forráðamenn AC Milan ákváðu hins vegar að skilja hann eftir heima á Ítalíu.
Zlatan will miss Milan s Champions League opener vs. Liverpool on Wednesday due to an achilles injury, per multiple reports pic.twitter.com/Q1VFpbYPiq
— B/R Football (@brfootball) September 14, 2021
AC Milan vildi ekki taka neina áhættu með Zlatan sem er að ná sér af hásinarmeiðslum.
„Ibrahimovic hefði verið í byrjunarliðinu,“ sagði Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, á blaðamannafundi fyrir leikinn.
„Hásin getur alltaf bólgnað upp eftir fjögurra mánaða fjarveru. Hann var í góðu lagi en var aumur eftir leikinn á sunnudaginn. Hann reyndi að æfa í morgun en fann fyrir sársauka og það er engin ástæða til að taka áhættu á þessum tímapunkti á leiktíðinni,“ sagði Pioli.
Zlatan Ibrahimovic ruled out of AC Milan s trip to Liverpool https://t.co/dsUHvUDxj7
— Independent Sport (@IndoSport) September 14, 2021
„Leikurinn annað kvöld er mjög mikilvægur en við eigum líka fullt af slíkum leikjum eftir,“ sagði Pioli.
Piolo sagði ekki hafa áhyggjur af framlínunni enda getur hann treyst á þá Ante Rebic og Olivier Giroud í leiknum á Anfield.
Zlatan Ibrahimovic hefur unnið marga titla á sínum sigursæla ferli en hann á eftir að vinna Meistaradeildina. Hann hefur skorað 48 mörk í 120 leikjum í Meistaradeildinni.