Monkey standurinn er hannaður af Ottó Magnússyni matreiðslumanni og er fyrsta varan á markað frá Monkeybusiness, nýju hönnunar- og framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í íslenskri framleiðslu.

Monkey standurinn er smíðaður á Íslandi úr ryðfríu stáli og pólýhúðaður. Hann fæst bæði í svörtu og krómlit. Standurinn er vönduð og stílhrein hönnun þar sem notagildið og fagurfræðin fléttast saman á skemmtilegan hátt og er kjörinn fyrir banana, vínber og fleira hnossgæti og passar vel inn í eldhúsið.

Monkey standinn er hægt að panta á Facebooksíðunni monkeybusiness.is. Standurinn kostar 7.900 krónur og er hægt að fá hann sendan heim gegn gjaldi.