Búið hjá Ba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 15:01 Demba Ba skorar hjá Liverpool á Anfield í apríllok 2014 eftir skelfileg mistök Steven Gerrard. EPA/PETER POWELL Leikmaðurinn, sem var einn stærsti örlagavaldurinn í því að Steven Gerrard vann aldrei ensku úrvalsdeildina með Liverpoool, hefur spilað sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum. Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Demba Ba hefur tilkynnt það formlega að skórnir séu komnir upp á hillu en hann hefur verið án liðs síðan að hann gekk út hjá svissneska félaginu Lugano. Ba gerði eins árs samning í Sviss í sumar en spilaði bara þrjá leiki og þann síðasta 8. ágúst. With Demba Ba announcing his retirement from football it's only fair we post his most iconic goal (via @ChelseaFC)pic.twitter.com/OtoHzDUj3z— ESPN UK (@ESPNUK) September 13, 2021 Ba er 36 ára fyrrum senegalskur landsliðsmaður sem vann meðal annars Evrópudeildina með Chelsea og varð einnig tvisvar sinnum tyrkneskur meistari, fyrst með Besiktas 2017 og svo með Istanbul Basaksehir 2020. „Þvílíkt ferðalag sem þetta hefur verið. Fótboltinn hefur gefið mér svo margar fallega tilfinningar,“ skrifaði Demba Ba á Twitter. Hann spilaði 99 leiki í ensku úrvalsdeildinni með liðum Chelsea, Newcastle og West Ham og skoraði alls 43 mörk. Eitt allra frægasta markið hans var væntanlega markið hans á Anfield í apríl 2014. Gerrard rann þá á rassinn og missti boltann í öftustu línu og Ba fór upp og kom Chelsea liðinu í 1-0. Chelsea vann leikinn á endanum 2-0 og þetta tap átti hvað mestan þátt í því að Liverpool missti frá sér Englandsmeistaratitilinn þetta vorið. BREAKING: Demba Ba has announced his retirement from football. pic.twitter.com/lwzG2IPtck— Paddy Power (@paddypower) September 13, 2021 Ba spilaði hins vegar aðeins einn leik til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni því hann fór til Besiktas í Tyrklandi um sumarið. Ba kom fyrst í ensku úrvalsdeildina árið 2011 þegar hann kom til West Ham frá þýska félaginu 1899 Hoffenheim. Hann fór frá West Ham til Newcastle og þaðan til Chelsea. Bestu tímabil hans í ensku úrvalsdeildinni voru tvö síðustu tímabilin með Newcastle.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira