„Þeir vilja að þú látir bólusetja þig fyrir Met. Ef ég læt bólusetja mig þá verður það ekki fyrir Met,“ tísti Minaj í gær. „Það gerist þegar mér finnst ég hafa kynnt mér málið nógu vel. Ég er að vinna að því núna.“
They want you to get vaccinated for the Met. if I get vaccinated it won’t for the Met. It’ll be once I feel I’ve done enough research. I’m working on that now. In the meantime my loves, be safe. Wear the mask with 2 strings that grips your head & face. Not that loose one 🙏♥️
— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 13, 2021
Tístið vakti nokkra athygli en margir drógu þá ályktun að Minaj væri með því að koma út úr skápnum sem efasemdamanneskja hvað varðar bólusetningar gegn Covid-19. Það virðist þó fjarri sanni en í öðru tísti sagði hún að þeir sem þyrftu að láta bólusetja sig vegna vinnu ættu að gera það og hún myndi líklega gera slíkt hið sama til að geta lagt í tónleikaferðalag.
Minaj lét gagnrýnendur sína heyra það og náðu deilurnar hámarki fyrir nokkrum tímum.
Eat shit you https://t.co/s9RViCue3A
— Nicki Minaj (@NICKIMINAJ) September 14, 2021
Skipuleggjendur Met Gala gerðu bæði kröfu um að boðsgestir framvísuðu bólusetningarvottorði og vottorði um nýlegt Covid-19 próf. Þá áttu allir að bera grímu nema þegar matur væri borinn á borð.
Eitthvað virðist síðastnefnda skilyrðið hafa farið fyrir ofan garð og neðan, þar sem fáir báru grímu á rauða dreglinum.