Áframhaldandi stuðningur við uppbyggingu leirkeraverkstæðis í Freetown Heimsljós 13. september 2021 14:00 Aurora velgerðarsjóður Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Aurora velgerðasjóður er búinn að byggja upp, ásamt samstarfsaðilum, vel starfhæft leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone. Þar er einnig rekinn skóli þar sem nemendur læra að verða keramikerar. Utanríkisráðuneytið studdi við frekari uppbyggingu á verkstæðinu á síðasta ári og nú hefur verkefnið hlotið áframhaldandi styrk frá ráðuneytinu. Aurora velgerðarsjóður Verkefnið hefur gengið vel að sögn Regínu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra Aurora sjóðsins. Hún segir að gífurlegt atvinnuleysi sé í Síerra Leone, einkum meðal ungs fólks og að staðan hafi versnað á undanförnu ári í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. „Lettie Stuart Pottery verkstæðið er einstakt því það eru fá verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingar heimamanna til að búa til góða keramikvöru. Verkefnið er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu sem og að taka þessa þekkingu á næsta stig. Vörur handunnar í Síerra Leóne úr hráefni frá nærumhverfinu eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu, einkum þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari,“ segir Regína. Aurora velgerðarsjóður Regína segir að á undanförnum misserum hafi verkstæðið vakið töluverða athygli innanlands. „Rétt áður en COVID skall á var ákveðið að bjóða upp á námskeið um helgar á verkstæðinu þar sem fólki gæfist kostur á að búa til sína eigin hluti og prófa sparkbekkina, sem notaðir eru í leirlistinni. Mikill áhugi kviknaði strax en vegna COVID var lokað á slíkt fljótt aftur. Í byrjun árs 2021 var aftur farið af stað með námskeiðin og þau hafa vakið gífurlega athygli. Aurora velgerðarsjóður Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu keramikvara er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi í Síerra Leóne. Hráefni og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi keramikera í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og listhandverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar,“ segir Regína. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent
Aurora velgerðasjóður er búinn að byggja upp, ásamt samstarfsaðilum, vel starfhæft leirkeraverkstæði rétt fyrir utan Freetown, höfuðborg Síerra Leone. Þar er einnig rekinn skóli þar sem nemendur læra að verða keramikerar. Utanríkisráðuneytið studdi við frekari uppbyggingu á verkstæðinu á síðasta ári og nú hefur verkefnið hlotið áframhaldandi styrk frá ráðuneytinu. Aurora velgerðarsjóður Verkefnið hefur gengið vel að sögn Regínu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra Aurora sjóðsins. Hún segir að gífurlegt atvinnuleysi sé í Síerra Leone, einkum meðal ungs fólks og að staðan hafi versnað á undanförnu ári í kjölfar COVID-19 heimsfaraldurs. „Lettie Stuart Pottery verkstæðið er einstakt því það eru fá verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingar heimamanna til að búa til góða keramikvöru. Verkefnið er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu sem og að taka þessa þekkingu á næsta stig. Vörur handunnar í Síerra Leóne úr hráefni frá nærumhverfinu eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu, einkum þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari,“ segir Regína. Aurora velgerðarsjóður Regína segir að á undanförnum misserum hafi verkstæðið vakið töluverða athygli innanlands. „Rétt áður en COVID skall á var ákveðið að bjóða upp á námskeið um helgar á verkstæðinu þar sem fólki gæfist kostur á að búa til sína eigin hluti og prófa sparkbekkina, sem notaðir eru í leirlistinni. Mikill áhugi kviknaði strax en vegna COVID var lokað á slíkt fljótt aftur. Í byrjun árs 2021 var aftur farið af stað með námskeiðin og þau hafa vakið gífurlega athygli. Aurora velgerðarsjóður Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu keramikvara er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi í Síerra Leóne. Hráefni og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi keramikera í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og listhandverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar,“ segir Regína. Styrkurinn er hluti af samstarfi utanríkisráðuneytisins við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð. Opið er fyrir umsóknir til mannúðaraðstoðar allt árið svo lengi sem fjárheimildir leyfa. Allar nánari upplýsingar má finna hér. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent