Oddvitaáskorunin: Þegar afsökunin um sprungna dekkið hafði verið notuð of oft sprakk á varadekkinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 15:02 Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann hefur starfað innan stjórnsýslunnar um áratuga skeið, lengst af sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og síðast sem skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Karl Gauti hefur, sem þingmaður, lagt mikla áherslu á lögreglumálefni og hefur vakið athygli á uppgangi skipulagðra glæpahópa og vill að ráðamenn fylgi ábendingum lögreglunnar í þeim efnum. Karl Gauti situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og hefur lagt fram mál sem snúa að umhverfismálum, eins og tillögu um aukna skógrækt til kolefnisbindingar og byggingu hátækni sorpbrennslustöðvar. Þá hefur Karl Gauti látið sig málefni drengja varða og bent á hversu erfitt þeir eiga uppdráttar í skólakerfinu. Klippa: Oddvitaáskorun - Karl Gauti Hjaltason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mjög margir fallegir staðir á Íslandi, en ef þarf að gera upp á milli þá vel ég Vestmannaeyjar. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei nokkurn tíma bragðaref, bara ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fjölmargar bækur eru í uppáhaldi en Sjálfstætt fólk e. nóbelsskáldið og Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun eru ofarlega. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Paradise by the dasboard light með Meat Loaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las töluvert meira en endranær. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki núna, en tók eitt sinn fyrir margt löngu 104 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, reyndar. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Moka. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Þú ert með sömu klippingu og vinur minn uppi á Íslandi, af hverju ertu að apa eftir honum?” Uppáhalds tónlistarmaður? Frankie Valli. Besti fimmaurabrandarinn? Græna hliðin upp! Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég eignaðist litla systur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Dái marga gengna pólitíkusa, svo sem Winston Churchill, sem var réttur maður á réttum tíma fyrir þjóð sína, en hefði líklega ekki orðið hetja á öðrum tímum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Engin aðdáandi Eurovision, en líklega Nina. Besta frí sem þú hefur farið í? Tveggja daga sólarlandaferð til Mílanó. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Vandamálið og reyndar kosturinn við brandara er að maður vill gleyma þeim og þess vegna eru þeir svo góðir til endurvinnslu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar skröksagan vegna fjarveru úr skólanum um sprungna dekkið hafði verið notuð fimm sinnum, þá var gripið til þess ráðs að segja að nú hafi sprungið á varadekkinu! Rómantískasta uppátækið? Því miður er ég skapaður lítið rómantískur og ætla ekki að gera tilraun hér til upprifjunar, en það kemur fyrir að ég kaupi blóm handa konunni án nokkurrar ástæðu. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Karl Gauti Hjaltason leiðir lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi í kosningunum. Hann hefur starfað innan stjórnsýslunnar um áratuga skeið, lengst af sem sýslumaður í Vestmannaeyjum og síðast sem skólastjóri Lögregluskóla ríkisins. Karl Gauti hefur, sem þingmaður, lagt mikla áherslu á lögreglumálefni og hefur vakið athygli á uppgangi skipulagðra glæpahópa og vill að ráðamenn fylgi ábendingum lögreglunnar í þeim efnum. Karl Gauti situr í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis og hefur lagt fram mál sem snúa að umhverfismálum, eins og tillögu um aukna skógrækt til kolefnisbindingar og byggingu hátækni sorpbrennslustöðvar. Þá hefur Karl Gauti látið sig málefni drengja varða og bent á hversu erfitt þeir eiga uppdráttar í skólakerfinu. Klippa: Oddvitaáskorun - Karl Gauti Hjaltason Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mjög margir fallegir staðir á Íslandi, en ef þarf að gera upp á milli þá vel ég Vestmannaeyjar. Hvað færðu þér í bragðaref? Fæ mér aldrei nokkurn tíma bragðaref, bara ís í brauðformi. Uppáhalds bók? Fjölmargar bækur eru í uppáhaldi en Sjálfstætt fólk e. nóbelsskáldið og Gróður Jarðar eftir Knut Hamsun eru ofarlega. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Paradise by the dasboard light með Meat Loaf. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Í Vestmannaeyjum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Las töluvert meira en endranær. Hvað tekur þú í bekk? Veit ekki núna, en tók eitt sinn fyrir margt löngu 104 kg. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir, reyndar. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Moka. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Þú ert með sömu klippingu og vinur minn uppi á Íslandi, af hverju ertu að apa eftir honum?” Uppáhalds tónlistarmaður? Frankie Valli. Besti fimmaurabrandarinn? Græna hliðin upp! Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég eignaðist litla systur. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Dái marga gengna pólitíkusa, svo sem Winston Churchill, sem var réttur maður á réttum tíma fyrir þjóð sína, en hefði líklega ekki orðið hetja á öðrum tímum. Besta íslenska Eurovision-lagið? Engin aðdáandi Eurovision, en líklega Nina. Besta frí sem þú hefur farið í? Tveggja daga sólarlandaferð til Mílanó. Uppáhalds þynnkumatur? Egg og beikon. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Þrisvar. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Vandamálið og reyndar kosturinn við brandara er að maður vill gleyma þeim og þess vegna eru þeir svo góðir til endurvinnslu. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Þegar skröksagan vegna fjarveru úr skólanum um sprungna dekkið hafði verið notuð fimm sinnum, þá var gripið til þess ráðs að segja að nú hafi sprungið á varadekkinu! Rómantískasta uppátækið? Því miður er ég skapaður lítið rómantískur og ætla ekki að gera tilraun hér til upprifjunar, en það kemur fyrir að ég kaupi blóm handa konunni án nokkurrar ástæðu.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Miðflokkurinn Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira