Norðurkóreskt varnarlið marseraði í hlífðarbúningum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. september 2021 11:33 Rauða gæslan var íklædd appelsínugulum hlífðarbúningum við skrúðgönguna. EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea fagnaði því að 73 ár eru liðin frá stofnun ríkisins í nótt með skrúðgöngu. Athygli hefur vakið að allir þeirra sem tóku þátt í skrúðgöngunni voru klæddir í appelsínugula hlífðarbúninga en engin flugskeyti voru til sýnis, sem gjarnan eru sýnd á slíkum viðburðum í Norður-Kóreu. Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Kim Jong Un, leiðtogi ríkisins, var viðstaddur viðburðinum þar sem meðlimir Rauðu gæslunnar, varnarliðs almennings í landinu, marséraði um Kim Il Sung torgið í höfuðborginni Pyongyang á miðnætti í nótt. Afmælinu var fagnað hátíðlega á Kim Il Sung torgi í Pyongyang í nótt.EPA-EFE/KCNA Rodong Sinmun, ríkisdagblað landsins, birti myndir af liðinu klætt í appelsínugula hlífðarbúninga með loftþéttar grímur fyrir vitum. Spekúlantar vilja meina að þetta sé tilraun landsins til að sýna að kórónuveirunni sé tekið alvarlega þar í landi. Einhver vopn voru til sýnis í skrúðgöngunni, til dæmis skammdrægar eldflaugar. Hvergi var þó hægt að sjá þær langdrægu, sem yfirvöld í Norður-Kóreu sýna gjarnan á slíkum viðburðum, til að sýna herafl sitt. Þá flutti Kim enga ræðu, annað en í fyrra þegar hann montaði sig af kjarnorkuáætlun landsins og sýndi ýmsar langdrægar eldflaugar á meðan á skrúðgöngunni stóð. Kim Jong Un var óhræddur við að taka í hendur félaga sinna uppi á stallinum.EPA-EFE/KCNA Þó svo að þeir sem tóku þátt í skrúðgöngunni væru klæddir í hlífðarbúningana var enginn þeirra þúsund gesta, sem voru viðstaddir skrúðgöngunni, bar grímu fyrir vitum. Þá sýndi myndefni frá skrúðgöngunni hvernig Kim tók í hendurnar á fólkinu í kring um sig án þess að hika. Norðurkóresk stjórnvöld hafa ekki gefið það út að nokkur hafi greinst smitaður af veirunni þar í landi en landamærum landsins hefur verið lokað og harðar sóttvarnaaðgerðir eru þar í gildi. Mannfjöldinn fagnar hér leiðtoganum.EPA-EFE/KCNA
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira